Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 22:48
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: Komnir ótrúlega langt frá því að vera fallbaráttulið
Mynd: EPA
David Moyes var himinlifandi eftir 5-0 sigur West Ham United gegn Freiburg í dag.

Hamrarnir þurftu sigur á heimavelli eftir að hafa tapað leiknum í Freiburg 1-0 og svöruðu lærisveinar Moyes svo sannarlega fyrir sig.

„Ég veit ekki hvort þetta hefur verið afrekað áður í sögu félagsins, að komast í 8-liða úrslit í Evrópukeppni þrjú ár í röð. Við erum komnir ótrúlega langt frá því að vera fallbaráttulið, þetta er magnað afrek hjá okkur," sagði Moyes eftir stórsigurinn.

„Félagið hefur tekið stór skref framávið á síðustu árum og við viljum gera þetta lið enn betra ef við getum. Þegar ég tók við West Ham þá sagðist ég ekki hafa áhuga á að þjálfa lið í fallbaráttu, ég vil vera í baráttu í efri hluta stöðutöflunnar. Við erum þar í dag.

„Okkur hefur tekist að fá frábæra leikmenn inn til félagsins, eins og Kudus, Paquetá og Bowen. Framtíðin er björt ef við höldum áfram á sömu braut."


West Ham er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með 43 stig úr 28 umferðum. Liðið endaði deildartímabilið með 40 stig í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner