Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir að Kristófer sé í viðræðum við erlent félag - Risatilboð frá Kasakstan?
Kristófer í leik með Blikum í vetur.
Kristófer í leik með Blikum í vetur.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
24 ára sóknarsinnaður leikmaður.
24 ára sóknarsinnaður leikmaður.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kom í Breiðablik frá VVV-Venlo í sumarglugganum.
Kom í Breiðablik frá VVV-Venlo í sumarglugganum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli að Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í leikmannahópi Breiðabliks þegar liðið mætti Þór í undanúrslitum Lengjubikarsins. Sögur höfðu heyrst af tilboði í leikmanninn frá félagi í Kasakstan og var Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, spurður út í Kristófer í viðtali eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Breiðablik

„Ég get ekki staðfest að hann sé á förum, en hann er í viðræðum við lið erlendis," sagði Dóri. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni neðst í fréttinni.

Sigurður Gísli Bond Snorrason greindi frá á Twitter í vikunni að Blikar væru búnir að samþykkja tugmilljóna tilboð í leikmanninn frá Tobol Kostany í Kasakstan. Kristján Óli Sigurðsson sagði þá frá því í Þungavigtinni að tilboðið hljóðaði upp á 20 milljónir króna. Glugginn í Kasakstan er opinn til 5. apríl.

Tímabilið í Kasakstan er byrjað og eru tvær umferðir búnar í deildinni. Þriðja umferðin fer fram eftir landsleikjahlé. Tobol er með sex stig eftir leikina tvo. Liðið endaði í 8. sæti í deildinni á síðasta tímabili.

Kristófer er 24 ára gamall sóknarmaður sem gekk í raðir Breiðabliks í sumarglugganum í fyrra. Hann kom við sögu í sex leikjum með Breiðabliki í Bestu deildinni í fyrra, í einum leik í forkeppni Sambandsdeildarinnar og svo þremur í riðlakeppni Sambansdeildarinnar. Hann glímdi við meiðsli sem komu í veg fyrir að hann spilaði meira.

Hann er uppalinn í Stjörnunni en hafði leikið erlendis síðan 2017 áður en hann kom í Breiðablik. Erlendis hefur hann verið hjá Willem II, Grenoble, Jong PSV, Sönderjyske og VVV-Venlo.

Í viðtali við Fótbolta.net í desember ræddi Kristófer um komuna í Breiðablik og sagði að markmiðið væri að koma sér aftur út.

„Ég myndi segja að árið hjá Venlo hafi verið vonbrigði. Ég var meiddur í hásin þegar ég mætti út og náði mér aldrei almennilega á því. Svo kem ég hingað í Breiðablik og var að vinna mig upp. Ég var kominn í fínan takt þegar ég var byrjaður að spila en fékk bakslag þar sem ég var náttúrulega ekki búinn að taka neitt undirbúningstímabil. Ég held að ég hefði mjög gott af því núna að taka heilt undirbúningstímabil, byggja mig upp og vera tilbúinn þegar næsta tímabil hefst."

„Ég byrjaði á því að skrifa undir hálfs árs samning en það var ákvæði í samningnum mínum um að hann myndi framlengjast um eitt ár ef við myndum komast í riðlakeppnina. Ég er rosa ánægður með að geta verið lengur hjá Breiðabliki, þarf á heilu undirbúningstímabili að halda og halda mér alveg heilum í staðinn fyrir eins og gerðist núna þegar ég náði mér af meiðslum og kom strax inn í tímabil."

„Draumaniðurstaðan er klárlega að eiga gott undirbúningstímabil og gott tímabil og fara svo aftur út. Markmiðið er að koma sér aftur út eftir að ég næ mér alveg heilum,"
sagði Kristófer sem hafði komið við sögu í öllum leikjum Breiðabliks í Lengjubikarnum fyrir leikinn í dag.


Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Athugasemdir
banner