Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Góðir sigrar hjá Íslendingaliðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Síðustu leikjum kvöldsins er lokið í evrópska fótboltanum og voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu.

Strákunum okkar vegnaði vel í kvöld og báru flest Íslendingalið sigur úr býtum.

Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia sem vann frábæran 0-3 sigur á útivelli gegn Palermo í Serie B deildinni á Ítalíu. Bjarki Steinn Bjarkason byrjaði á bekknum og kom inn fyrir Mikael á 70. mínútu.

Finninn markaóði Joel Pohjanpalo skoraði tvennu í leiknum og gerði danski frændi hans Christian Gytkjær eitt mark.

Feneyingar eru í öðru sæti deildarinnar eftir þennan sigur og eru í harðri baráttu um að komast beint upp í efstu deild.

Í B-deild hollenska boltans var Elías Már Ómarsson í byrjunarliði NAC Breda sem vann heimaleik gegn VVV-Venlo í umspilsbaráttunni. Elíasi tókst ekki að skora og var honum skipt af velli áður en eina mark leiksins leit dagsins ljós.

Þetta var fjórði sigur Breda í röð en Elías Már hefur einungis skorað eitt mark í síðustu níu leikjum.

Willem II vann þá góðan sigur í fjarveru Rúnars Þórs Sigurgeirssonar og trónir sem fyrr á toppi B-deildarinnar, með stefnuna beinustu leið upp í efstu deild.

Í efstu deild hollenska boltans lék Brynjólfur Andersen Willumsson allan leikinn með Go Ahead Eagles í 2-0 tapi gegn Heracles.

G.A. Eagles voru sterkari aðilinn í dag en færanýtingin var arfaslök, sem gerði Heracles kleift að hreppa sigurinn.

Brynólfur og félagar eru í baráttu um Evrópusæti sem stendur, með 37 stig eftir 26 umferðir.

Að lokum vann Patro Eisden mikilvægan útileik í næstefstu deild belgíska boltans, en Stefán Ingi Sigurðarson var ekki í hóp.

Palermo 0 - 3 Venezia

NAC Breda 1 - 0 VVV Venlo

Den Bosch 1 - 4 Willem II

Heracles 2 - 0 G.A. Eagles

Beveren 0 - 1 Patro Eisden

Athugasemdir
banner
banner
banner