Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 17:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hareide og Frank rætt mikið um Hákon Rafn - „Ekki keyptur til að vera þriðji markvörður"
Gefur ekki upp hvort Hákon byrji gegn Ísrael
Icelandair
Varði mark Íslands gegn Portúgal og svo aftur í vináttuleikjum í Bandaríkjunum.
Varði mark Íslands gegn Portúgal og svo aftur í vináttuleikjum í Bandaríkjunum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hákon skrifaði undir samning við Brentford í janúar.
Hákon skrifaði undir samning við Brentford í janúar.
Mynd: Brentford
Daninn Thomas Frank er stjóri Brentford.
Daninn Thomas Frank er stjóri Brentford.
Mynd: EPA
Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Íslands gegn Portúgal í lokaleik undankeppninnar fyrir EM. Á fréttamannafundi í dag var landsliðsþjálfarinn Age Hareide spurður hvort hann væri búinn að ákveða hver yrði í markinu í umspilsleiknum gegn Ísrael í næstu viku og hvort hann teldi að Hákon væri tilbúinn í svo stóran leik.

„Ég hef talsvert rætt í síma við Thomas Frank (þjálfara Brentford), líka áður en þeir keyptu hann. Ég veit að Hákon er í hans framtíðaráætlunum. Ég sagði að við þyrftum á því að halda að hann myndi spila og hann spilaði gegn varaliði Rangers á dögunum. Ég veit að Thomas hefur rætt við markvarðaþjálfara Brentford um að skerpa á Hákoni."

„Ég hef rætt við Hákon sjálfan og hann segist vera í góðu formi, leggur stöðugt á sig og er með gott sjálfstraust. Við erum líka með Elías [Rafn Ólafsson] og [Patrik Sigurður] Gunnarsson hefur verið að spila með Viking. Við þurfum að bíða og sjá hvernig þeir líta út þegar þeir koma til æfinga."

„Mér finnst Hákon hafa gert vel fyrir okkur þegar hann hefur verið í markinu. Hann sýndi góða frammistöðu í Bandaríkjunum og sömuleiðis gegn Portúgal. Við þurfum að sjá til hvernig hann er, en hann hefur gert vel fyrir okkur. Hann er einn af kandídötunum."


Hvað finnst Hareide um að Hákon sé kominn til úrvalsdeildarfélagsins Brentford? Félagið keypti hann frá Elfsborg eftir að hann var valinn besti markvörður sænsku deildarinnar. Hjá Brentford er hann sem stendur þriðji markvörður.

„Hann er númer þrjú núna, en ég veit að þeir keyptu ekki Hákon til að hafa hann sem þriðja markvörð. Það voru önnur stór félög á eftir honum líka. Ég þekki Thomas Frank og hann er mjög heiðarlegur maður. Hann er mjög góður stjóri og er góður í samskiptum. Hákon er í góðum höndum sem munu leiðbeina honum og hjálpa honum að verða enn betri markvörður. Ég veðja á að Hákon verði að minnsta kosti annar af aðalliðsmarkvörðunum á næsta tímabili. Mín eina von er að hann fái leiki og spili," sagði Hareide.

Hákon er 22 ára og á að baki sjö A-landsleiki. Eins og Hareide kom inn á varði hann mark varaliðs Brentford gegn varaliði Rangers á dögunum. Fyrir þann leik hafði hann ekki spilað eftir komu sína til Brentford.

Íslenska landsliðið mætir Ísrael í Búdapest í undanúrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni EM 2024 þann 21. mars, fimmtudagskvöldið í næstu viku.

Sigurvegarinn í þeim leik mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu 26. mars í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi.

Athugasemdir
banner
banner
banner