Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. janúar 2023 22:26
Ívan Guðjón Baldursson
Elísa Lana framlengir við FH
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Hin bráðefnilega Elísa Lana Sigurjónsdóttir er búin að gera þriggja ára samning við FH.


Elísa Lana er búin að skora 20 mörk í 62 meistaraflokksleikjum með FH þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul. Hún skoraði þrjú mörk í átján leikjum er FH vann Lengjudeildina í fyrra.

Elísa, sem er uppalin hjá FH, hefur leikið 10 sinnum fyrir yngri landslið Íslands og skorað 4 mörk. Það verður áhugavert að fylgjast með henni í Bestu deildinni í sumar.

„Það er mikið fagnaðarefni að Elísa framlengi samning sinn og haldi áfram að þróa sinn leik í Kaplakrika. Við hlökkum til að sjá hana halda áfram að eflast í FH treyjunni," segir í tilkynningu frá FH.


Athugasemdir
banner
banner
banner