Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 14:50
Aksentije Milisic
Kristall og Daníel skoruðu báðir í sigri Sönderjyske
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Sonderjyske vann 2-0 sigur á Helsingör í næst efstu deild í Danmörku í dag en tveir Íslendingar voru á skotskónum fyrir Sönderjyske. Þetta var síðasta umferðin í venjulegri deildarkeppni.


Kristall Máni Ingason og Daníel Leó Grétarsson skoruðu báðir í sigrinum en auk þess að skora þá lagði Kristall upp markið hjá Daníeli. Kristall var valinn maður leiksíns í dag.

Bæði mörkin komu í síðari hálfleiknum en Sönderjyske endar í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Álaborg.

Atli Barkarson spilaði einnig í leiknum fyrir Sönderjyske en allir Íslendingarnir þrír spiluðu 90 mínútur í dag.

Deildin mun nú skiptast í tvennt þar sem sex efstu liðin munu spilað tvisvar sinnum innbyrðis og sex neðstu liðin gera slíkt hið sama.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner