Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. maí 2020 15:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Meistararnir með dramatískan sigur
Frá Þórsvelli í Færeyjum.
Frá Þórsvelli í Færeyjum.
Mynd: Getty Images
TB 1 - 2 KÍ
0-1 Jóannes Bjartalíð ('29)
1-1 Rógvi Joensen ('79)
1-2 Jóannes Bjartalíð ('90)
Rautt spjald: Sebastian Kroner, TB ('73)

Önnur umferð í færeysku úrvalsdeildinni hófst í dag með einum leik. Deildin fór af stað um síðustu helgi og fékk mikla athygli utan Færeyja enda lítið af fótboltaleikjum í gangi í heiminum þessa dagana.

Meistararnir í KÍ Klaksvík fóru ekki vel af stað í deildinni, en þeir mættu TB á útivelli í dag.

KÍ leiddi 1-0 í hálfleik með marki frá Jóannes Bjartalíð á 29. mínútu. Staða KÍ varð mjög vænleg þegar TB missti mann af velli með rautt spjald, en nokkrum mínútum síðar tókst TB að jafna úr vítaspyrnu manni færri.

Leikurinn virtist ætla að enda í jafntefli, en í löngum uppbótartímanum skoraði Jóannes Bjartalíð sitt annað mark og tryggði Klaksvík dramatískan sigur.

Meistararnir eru með þrjú stig eftir tvo leiki og er TB með eitt stig. Þess má geta að Gunnar Nielsen, markvörður FH, spáði hárrétt fyrir um þennan leik eins og sjá má hér að neðan.

Sjá einnig:
Gunnar Nielsen spáir í aðra umferð í Færeyjum
Athugasemdir
banner
banner
banner