Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. september 2018 16:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Frederik Schram með sjálfsmark gegn Ingvari
Frederik Schram.
Frederik Schram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingaslagur var í dönsku B-deildinni þennan sunnudaginn þar sem íslenskir markverðir áttust við.

Ingvar Jónsson og félagar í Viborg mættu Frederik Schram og félögum í Roskilde.

Svo fór að Viborg hafði betur 3-2 en Frederik Schram skoraði sjálfsmark. Fyrsta mark Viborg er skráð á Frederik en það mark jafnaði stöðuna í 1-1. Viborg komst í kjölfarið í 3-1 áður en Roskilde minnkaði muninn í 3-2. Lengra komst hins vegar Roskilde ekki.

Frederik var í landsliðshópi Íslands sem fór á HM og var einnig í síðasta landsliðshópi sem mætti Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni. Ingvar hefur ekki verið í síðustu landsliðshópnum en hann er nýbyrjaður að spila aftur eftir erfiða tíma hjá Sandefjord í Noregi.

Viborg er á toppi dönsku B-deildarinnar með 18 stig úr níu leikjum en Roskilde er á botninum með þrjú stig.

Eggert spilaði í óvæntum sigri á Bröndby
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn þegar Sönderjyske sigraði Bröndby óvænt 4-2 á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni. Hjörtur Hermannsson var ekki í leikmannahópi Bröndby.

Þetta var þriðji sigur Sönderjyske á tímabilinu en liðið er í níunda sæti með 11 stig. Bröndby er í þriðja sæti með 14 stig.

Björn Daníel Sverrisson var þá ónotaður varamaður þegar AGF tapaði 3-2 gegn Horsens. Eftir að hafa verið í byrjunarliði AGF í upphafi tímabils hefur Björn Daníel þurft að gera sér það að góðu að vera á bekknum í síðustu leikjum. AGF er í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner