Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   fös 10. maí 2024 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Magnús Arnar spáir í 37. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Skoraði og átti stóran þátt í öðru marki gegn Íslands- og bikarmeisturunum.
Skoraði og átti stóran þátt í öðru marki gegn Íslands- og bikarmeisturunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elliott á skotskónum.
Elliott á skotskónum.
Mynd: EPA
Misstígur Arsenal sig?
Misstígur Arsenal sig?
Mynd: EPA
Gallagher heldur áfram að skora.
Gallagher heldur áfram að skora.
Mynd: EPA
Calvert skorar tvö mörk gegn Sheffield United.
Calvert skorar tvö mörk gegn Sheffield United.
Mynd: EPA
Næstsíðasta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina og hefst umferðin í hádeginu á morgun. Það er áfram spenna á toppnum og einnig í Evrópubaráttunni. Þá er ekki alveg orðið orðið ljóst hvaða lið falla með Sheffield United.

Magnús Arnar Pétursson, leikmaður HK, var valinn besti leikmaður 5. umferðar í Bestu deildinni og er hann spámaður helgarinnar.

Hann fylgir á eftir Gunna Birgis sem var með heila þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð. Svona spáir Magnús leikjunum:

Fulham 1-2 Man City (laugardagur 11:30)
Fulham skorar í fyrri hálfleik en City koma sterkir inni í þann seinni og klára þetta.

Bournemouth 0-2 Brentford (laugardagur 14:00)
Brentford klárar dæmið Toney og Mbeumo.
Held að Bournemouth fái rautt snemma leiks og Brentford taki stór þrjú stig.

Everton 2-0 Sheff Utd (laugardagur 14:00)
Sheffield eru alveg búnir á því, Everton á skriði og klára þetta. Calvert með tvennu.

Newcastle 1-2 Brighton (laugardagur 14:00)
Brighton tekur Newcastle sem dettur úr Evrópusæti. Brighton vinnur rest.

Tottenham 2-1 Burnley (laugardagur 14:00)
Son og Romero skora fyrir Spurs. Jói kemur svo inná á 60. mín og setur hann í fjær utan teigs.

West Ham 1-2 Luton (laugardagur 14:00)
Luton tekur óvæntan sigur og jafnar Forest að stigum.
Chong og Morris sjá um markaveisluna.

Wolves 1-1 Crystal Palace (laugardagur 14:00)
Palace með yfir höndina allan leikinn en Wolves ná að pikka einum bolta yfir línuna.

Nottm Forest 0 - 3 Chelsea (laugardagur 16:30)
Chelsea er að fara beint upp í Conference eftir þennan leik. Gallagher með tvö mörk og Jackson með sleggju.

Man United 2-1 Arsenal (sunnudagur 15:30)
Stórleikur umferðarinar, Man Utd tekur óvænt stig af Arsenal. Arsenal misstígur sig þarna og City komið með í níu fingur á bikarinn.

Aston Villa 0-2 Liverpool (mánudagur 19:00)
Mínir menn taka öruggan útisigur. Elliott á skotskónum aðra umferðina í röð og Díaz klárar leikinn.

Fyrri spámenn:
Bryndís Arna Níelsdóttir (8 réttir)
Starkaður Pétursson (8 réttir)
VIktor Jónsson (7 réttir)
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Steven Lennon (6 réttir)
Rúnar Þór Sigurgeirsson (6 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Karl Friðleifur (5 réttir)
Magnús Már Einarsson (5 réttir)
Arnar Daði (5 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (5 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Gunni Birgis (3 réttir)
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (3 réttir)
Nablinn (3 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Stefán Pálsson (3 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
Heiðar Austmann (2 réttir)
El Jóhann (2 réttir)
Davíð Snær Jóhannsson (2 réttir)
Benedikt Gunnar Óskarsson (1 réttur)
Enski boltinn - Alveg búinn á því og hvar ræðst titilbaráttan?
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 8 7 0 1 15 3 +12 21
2 Man City 8 6 2 0 19 9 +10 20
3 Arsenal 8 5 2 1 15 8 +7 17
4 Aston Villa 8 5 2 1 15 10 +5 17
5 Brighton 8 4 3 1 14 10 +4 15
6 Chelsea 8 4 2 2 17 10 +7 14
7 Tottenham 8 4 1 3 18 9 +9 13
8 Nott. Forest 8 3 4 1 8 6 +2 13
9 Newcastle 8 3 3 2 8 8 0 12
10 Fulham 8 3 2 3 11 11 0 11
11 Bournemouth 8 3 2 3 10 10 0 11
12 Man Utd 8 3 2 3 7 9 -2 11
13 Brentford 8 3 1 4 14 15 -1 10
14 Leicester 8 2 3 3 12 14 -2 9
15 West Ham 8 2 2 4 11 15 -4 8
16 Everton 8 2 2 4 9 15 -6 8
17 Ipswich Town 8 0 4 4 6 16 -10 4
18 Crystal Palace 8 0 3 5 5 11 -6 3
19 Southampton 8 0 1 7 6 18 -12 1
20 Wolves 8 0 1 7 10 23 -13 1
Athugasemdir
banner
banner
banner