Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. nóvember 2021 16:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjörvar furðar sig á að Vanda hrósi landsliðsþjálfurunum
Hjörvar
Hjörvar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda
Vanda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, birti færslu á sunnudag þar sem hún meðal annars hrósaði landsliðsþjálfurum karlalandsliðsins.

„Var svo heppin að fá að fylgja A landsliði karla til Rúmeníu og Norður Makedóníu, þar sem við erum enn. Frábærir þjálfarar og ofurhetju-starfslið. Mikið af ungum og bráðefnilegum leikmönnum sem við sem þjóð getum verið stolt af og ég hlakka til að fylgjast með í framtíðinni. En það sem ég er einna stoltust af í ferðinni er að fá að heiðra tvo af mínum uppáhalds leikmönnum. Birkir Már Sævarsson var að spila sinn síðasta leik fyrir Ísland, takk fyrir allt! Birkir Bjarnason var að bæta 17 ára gamalt leikjamet Rúnars Kristinssonar. Það er magnaður árangur og hann er hvergi hættur," skrifaði Vanda.

Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi Dr. Football, gagnrýndi þessi skrif Vöndu í þætti dagsins.

„Hún er ekki að vanda sig neitt sérstaklega í starfi, hún hrósaði því að það væri frábært sem landsliðsþjálfararnir væru að gera,“ sagði Hjörvar um málið.

„Hún er að koma inn með jákvæðni, hún hefur ekkert talað um hvað hún ætlar að gera," sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson sem var með Hjörvar í þættinum.

„Það er ekkert plan, það þarf kandídat. Við getum ekki leyft þessu að halda svona áfram, maður fær létt í magann þegar maður hugsar um framtíð íslenskrar knattspyrnu," sagði Hjörvar.

Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen er honum til aðstoðar.




Athugasemdir
banner
banner