Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. júní 2019 16:10
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Crystal Palace hafnaði 50 milljónum frá Man Utd
Mynd: Getty Images
Manchester United er að þreifa fyrir sér á leikmannamarkaðinum og er Sky að fylgjast með gangi mála.

Man Utd er í viðræðum við West Ham um kaup á Issa Diop sem gæti þó reynst of dýr og þá er félagið einnig að reyna að sækja Aaron Wan-Bissaka til Crystal Palace.

Sky heldur því fram að Crystal Palace hafi hafnað 50 milljón punda tilboði frá Man Utd rétt í þessu. Rauðu djöflarnir hefðu greitt 35 milljónir strax og 15 milljónir í aukagreiðslur.

Talið er að Crystal Palace muni samþykkja tilboð sem hljóðar upp á 50 milljónir punda án aukagreiðslna.

Wan-Bissaka er efnilegur hægri bakvörður sem er að keppa á EM U21 árs landsliða á Ítalíu þessa dagana. Hann átti magnað tímabil hjá Palace og þótti einn af bestu bakvörðum úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner