Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. júní 2021 10:23
Ívan Guðjón Baldursson
Gattuso farinn frá Fiorentina (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Það eru ansi merkileg tíðindi að berast frá Ítalíu þar sem Gennaro Gattuso hefur sagt upp starfi sínu sem þjálfari Fiorentina eftir aðeins 23 daga við stjórnvölinn.

Gattuso og stjórn Fiorentina greindi á um stefnu félagsins í leikmannakaupum sem endaði á því að Gattuso sagði upp.

Gattuso tók við starfinu í lok maí af Giuseppe Iachini, sem hafði verið ráðinn sem bráðabirgðaþjálfari út tímabilið í mars.

Þetta vekur athygli þar sem það er óvanalegt að þjálfari hætti í starfi eftir 20 daga, án þess að hitta leikmannahópinn.

Fiorentina er búið að gefa út stuttorða tilkynningu vegna málsins og hefur hafið þjálfaraleitina að nýju. Gattuso hefur undanfarin ár gert fína hluti við stjórnvölinn hjá AC Milan og Napoli.

Orðrómurinn á Ítalíu hermir að Fiorentina hafi ekki viljað leyfa Gattuso að fá þá leikmenn sem hann vildi. Það vildi svo heppilega til að voru leikmennirnir voru allir á mála hjá Jorge Mendes, sameiginlegum umboðsmanni Gattuso og umræddra leikmanna.
Athugasemdir
banner
banner