Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 17. júlí 2018 19:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Hart í hópi Manchester City sem fer til Bandaríkjanna
Hart er mættur aftur til City eftir að hafa eytt tímabilinu á láni hjá West Ham.
Hart er mættur aftur til City eftir að hafa eytt tímabilinu á láni hjá West Ham.
Mynd: Getty Images
Benjamin Mendy, Riyad Mahrez og Leroy Sane ásamt Joe Hart koma allir til móts við hóp Manchester City sem fer í æfingarferð til Bandaríkjanna þar sem þeir taka þátt í International Champions Cup.

Hinn 31. árs gamli Hart var ekki valinn í enska landsliðshópinn og framtíð hans hefur verið í óvissu eftir vonbrigðartímabil hjá West Ham.

Markmaðurinn á eitt ár eftir af samningi sínum við Manchester Ciity og virtist líklegur til þess að vera á förum en þeir Ederson og Claudio Bravo eru á undan honum í goggunarröðinni. Hart hefur hinsvegar óvænt verið valinn í hóp Pep Guardiola fyrir undirbúningstímabilið.

Fyrir utan fyrrnefnda leikmenn er hópur City nokkuð ungur en félagið mætir Borussia Dortmund, Liverpool og Bayern Munchen í ferðinni. City á svo sinn fyrsta leik á Englandi gegn Chelsea í samfélagsskildinum þann 5. ágúst. Fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni er svo útileikur gegn Arsenal viku síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner