Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. september 2018 09:27
Elvar Geir Magnússon
Ekki sáttur við frammistöðu Birnis að undanförnu
Birnir var bekkjaður í gær.
Birnir var bekkjaður í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnismenn unnu lífsnauðsynlegan 1-0 útisigur gegn Grindavík í gær.

Fjölnir heldur í vonina um að bjarga sér frá falli, er nú þremur stigum frá Víkingi og Fylki sem eru í öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Fylkir á reyndar þrjá leiki eftir.

Í leik gærdagsins vakti athygli fjölmiðla að Birnir Snær Ingason var settur á varamannabekk Fjölnis. Hann lék síðustu tíu mínúturnar.

„Hann hefur bara ekki staðið sig nógu vel upp á síðkastið þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að setja hann á bekkinn," sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, hreinskilinn í viðtölum eftir leik,

Birnir, sem er 22 ára, er einn hæfileikaríkasti leikmaður Fjölnis og fékk verðskuldað lof fyrri hluta Íslandsmótsins en frammistaða hans hefur dalað eftir því sem liðið hefur á mótið.

Fjölnir mætir Breiðabliki og Fylki í tveimur síðustu leikjum sínum.
Óli Palli: Markmiðið var skýrt - Ná í þrjú stig
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner