Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
53 ára David James skoraði glæsilegt sigurmark í toppbaráttuleik
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn fyrrverandi og Íslandsvinurinn mikli David James tók takkaskóna niður af hillunni til að spila leik með utandeildarliði AFC Hutwood á dögunum.

James er 53 ára gamall og skoraði ekki eitt einasta mark á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta, enda markvörður, en það breyttist í 2-1 sigri Hutwood gegn Madeinheath United.

Hann lék fyrri hálfleikinn í marki en fékk að spila seinni hálfleikinn sem útispilandi leikmaður og kórónaði flotta frammistöðu með stórkostlegu sigurmarki.

Staðan var 1-1 þegar Hutwood fékk aukaspyrnu af rúmlega 20 metra færi og fékk James heiðurinn að spyrna boltanum. Hann lét vaða með föstu skoti sem hæfði stöngina og fór þaðan í markvörð andstæðinganna og í netið.

„Ég var búinn að biðja stjórann um að taka mig útaf nokkrum sinnum því ég gat ekki meir, en sem betur fer þá hélt hann mér inná og við fengum aukaspyrnu. Ég dúndraði boltanum bara í átt að marki og hann endaði í netinu," sagði James við BBC eftir leikinn.

James tók þátt í leiknum sem hluta af átaki til að endurnýta gamla takkaskó, þar sem áhorfendur og leikmenn geta hent gömlu skónum sínum í box og skórnir verða svo gefnir til fólks sem þarf á þeim að halda.

„Markmiðið er að allir geti spilað fótbolta, sama hversu lítinn pening þeir hafa á milli handanna."

Til gamans má geta að þetta var ekki í fyrsta sinn sem James tók markmannshanskana af sér til að bregða sér í líki útispilandi leikmanns. Hann gerði það einnig í keppnisleik hjá Manchester City, þegar hann spilaði síðustu mínútur leiksins sem framherji í tilraun til að bæta markatölu liðsins í evrópubaráttunni í lokaumferð úrvalsdeildartímabilsins 2004-05.


Athugasemdir
banner
banner