Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cornelius skoraði loksins: Var eiginlega betri tilfinning
Andreas Cornelius.
Andreas Cornelius.
Mynd: Getty Images
Það tók Andreas Cornelius ekki nema 564 daga að skora í dönsku úrvalsdeildinni eftir endurkomu sína til FC Kaupmannahafnar.

Cornelius, sem er þrítugur, er uppalinn hjá Kaupmannahöfn en hann var keyptur aftur til félagsins árið 2022 eftir að hafa spilað í Frakklandi, á Ítalíu og í Tyrklandi.

Cornelius varð dýrasti leikmaður í sögu FCK þegar hann var keyptur aftur til félagsins á 6 milljónir evra. Hann er þá launahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar.

En endurkoma hans hefur litast mikið af meiðslum og hefur hann lítið getað þegar hann hefur spilað.

Í gær tókst honum hins vegar að skora þegar FCK vann 2-0 sigur gegn OB. Cornelius var virkilega ánægður en hann var enn ánægðari að sjá hversu glaðir liðsfélagar hans voru.

„Það var eiginlega betri tilfinning að sjá viðbrögð þeirra. Ég var auðvitað mjög ánægður en það snerti við mér að sjá hvernig þeir fögnuðu," sagði Cornelius eftir leikinn.

„Það er frábært að vera hluti af liði sem stendur saman. Þetta skiptr mig miklu máli."

Cornelius segist aldrei hafa efast um gæði sín en þetta hafi verið erfiður tími. „Ég trúi því að þetta hafi verið lítil verðlaun fyrir alla þá vinnu sem ég hef lagt á mig. Vonandi kemur svo meira."

Fyrir leikinn í gær hafði Cornelius spilað 32 leiki eftir að hann sneri aftur til FCK og skorað í þeim tvö mörk, en þau mörk komu bæði í bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner