Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 11:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KSÍ fékk grænt ljós frá Elfsborg
Eggert Aron í leik með A-landsliðinu í janúar.
Eggert Aron í leik með A-landsliðinu í janúar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það vekur athygli að Eggert Aron Guðmundsson sé í U21 landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Tékklandi ytra í undankeppni EM 2025.

Greint var frá því fyrir mánuði síðan að Eggert yrði frá næstu 2-3 mánuðina vegna meiðsla á fæti og sendi Fótbolti.net skriflega fyrirspurn á Jörund Áka Sveinsson, yfirmann fótboltamála hjá KSÍ.

„Við fengum grænt ljós frá Elfsborg og því var ákveðið Eggert Aron kæmi til móts við hópinn. Við höfum verið í góðum samskiptum við sjúkrateymi Elfsborg og endurhæfing hefur gengið betur en leit út í upphafi," sagði Jörundur.

Leikurinn gegn Tékkum fer fram á Malsovicka Arena þann 26. mars og hefst hann klukkan 16:30 að íslenskum tíma.

Ísland er í þriðja sæti riðilsins með sex stig eftir þrjá leiki á meðan Tékkland er í því fjórða með tvö stig eftir þrjá leiki. Ísland vann heimaleik þessara liða, 2-1.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Danmörk 5 3 2 0 9 - 4 +5 11
2.    Wales 6 3 2 1 10 - 8 +2 11
3.    Ísland 4 2 0 2 4 - 6 -2 6
4.    Tékkland 4 1 2 1 6 - 4 +2 5
5.    Litháen 5 0 0 5 4 - 11 -7 0
Athugasemdir
banner
banner