Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. september 2022 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: KR fallið - Þór/KA fjarlægist fallsvæðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Hrefna Morthens

Þór/KA fjarlægðist fallbaráttu Bestu deildar kvenna með góðum sigri á útivelli gegn Keflavík.


Margrét Árnadóttir tók forystuna fyrir Akureyringa eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik. Margrét skoraði eftir hrikalega sendingu frá Silvia Leonessi í vörn heimakvenna. Margrét fór inn í sendinguna, lék á markvörðinn og skoraði á 42. mínútu.

Þremur mínútum síðar tvöfaldaði Ísfold Marý Sigtryggsdóttir forystuna með góðu skoti í kjölfar hornspyrnu og var staðan 0-2 í hálfleik.

Hulda Ósk Jónsdóttir setti þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks og aftur kom það í kjölfar hornspyrnu. 

Keflavík minnkaði muninn á 67. mínútu en komst ekki nær. Þór/KA er fimm stigum frá fallsæti eftir þennan sigur. Keflavík er einu stigi fyrir neðan Þór/KA.

Lestu um leikinn

Keflavík 1 - 3 Þór/KA
0-1 Margrét Árnadóttir ('42)
0-2 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('45)
0-3 Hulda Ósk Jónsdóttir ('49)
1-3 Caroline Mc Cue Van Slambrouck ('67)

KR er þá fallið úr efstu deild eftir tap á heimavelli gegn Selfossi. Selfoss leiddi eftir jafnan fyrri hálfleik en heimakonur jöfnuðu í upphafi síðari hálfleiks.

Marcella Marie Barberic gerði jöfnunarmarkið og átti hún skot í samskeytin skömmu síðar. Þar hefði KR getað tekið forystuna en þess í stað skoruðu Íris Una Þórðardóttir og Mirana Nild fyrir Selfoss.

Íris Una og Mirana gerðu einnig mörk Selfyssinga í fyrri hálfleik og áttu því tvennu hvor í leiknum. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði mark KR í fyrri hálfleik, gegn sínu uppeldisfélagi og gömlu liðsfélögum.

Katla María Þórðardóttir skoraði fimmta mark Selfyssinga á 80. mínútu og minnkaði Rasamee Phonsongkham muninn með marki úr vítaspyrnu undir lokin. Það dugði ekki til og er KR fallið niður í Lengjudeildina.

Selfoss er áfram um miðja deild með 25 stig eftir 16 umferðir.

Lestu um leikinn

KR 3 - 5 Selfoss
0-1 Íris Una Þórðardóttir ('15)
1-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('17)
1-2 Miranda Nild ('36)
2-2 Marcella Marie Barberic ('49)
2-3 Íris Una Þórðardóttir ('56)
2-4 Miranda Nild ('64)
2-5 Katla María Þórðardóttir ('80)
3-5 Rasamee Phonsongkham ('89, víti)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner