Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 18. nóvember 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Handtóku tíu manns til viðbótar eftir lætin á Old Trafford
Mynd: EPA
Lögreglan í Manchester handtók í gær tíu manns í tengslum við mótmælin sem áttu sér stað fyrir leik Manchester United og Liverpool í maí síðastliðnum.

Stuðningsmenn United héldu mótmæli fyrir utan Old Trafford til að mótmæla eigendum félagsins.

Miklar óeirðir brutust út og náðu stuðningsmenn að brjóta sér leið inn á Old Trafford og á grasið.

Leiknum var frestað en hópur stuðningsmanna köstuðu blysum og öðrum hlutum og frömdu skemmdarverk á bæði leikvangnum og hóteli í grennd við völlinn.

Átta manns voru handteknir í kringum mótmælin og hafa nú tíu manns verið handteknir til viðbótar en allt voru það karlmenn á aldrinum 20 til 51 árs.

Allir mennirnir sitja nú í gæsluvarðhaldi og verða yfirheyrðir í dag eða á morgun. Lögreglan hefur þá birt myndir af 36 einstaklingum sem þeir vilja ná tali af.
Athugasemdir
banner
banner
banner