Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fös 10. maí 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Gríðarlega mikið undir í Old Firm slagnum
Celtic er á toppnum.
Celtic er á toppnum.
Mynd: Getty Images
Það verður rosalegur titilslagur í skosku úrvalsdeildinni þegar Celtic tekur á móti Rangers á Celtic Park klukkan 11:30 á laugardaginn.

Ef Celtic vinnur þá nær liðið sex stiga forystu í deildinni en ef Rangers vinnur þá mun liðið jafna Celtic að stigum á toppnum en aðeins markatalan skilja liðin að.

Celtic vonast til að vinna skoska meistaratitilinn þriðja árið í röð en Rangers varð síðast meistari 2021 þegar Steven Gerrard var með stjórnartaumana.

„Það verða allir brjálaðir í Glasgow þegar Old Firm slagurinn fer fram. Það er mikið sálfræðistríð í gangi. Celtic er í bílstjórasætinu og pressan er á Rangers," segir Paul Lambert, fyrrum landsliðsmaður Skotlands.
Mynd: BBC

Athugasemdir
banner
banner
banner