Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
banner
   fös 10. maí 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Pochettino: Enginn heimsendir þó ég verði rekinn
Mauricio Pochettino segir að það yrði enginn heimsendir þó hann yrði látinn fara frá Chelsea í sumar. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð argentínska stjórans.

Í síðustu viku kallaði hann eftir því að þessar 'heimskulegu sögusagnir' myndu hætta en viðurkennir að hann og aðstoðarteymi hans þurfi að vera á sömu blaðsíðu og eigendur félagsins til að samstarfið haldi.

Todd Boehly eigandi og stjórnarformaður Chelsea sagði í gær að áætlanir félagsins væru farnar að bera ávöxt og úrslitin að undanförnu bæru merki þess.

„Þetta snýst ekki bara um að eigendurnir séu ánægðir, það þarf líka að ræða við okkur. Það þurfa báðir aðilar að vera ánægðir. Ef leiðir skilja þá er það enginn heimsendir."

Í Powerade slúðurpakkanum í morgun var sagt að stjórn Chelsea ætli sér að funda eftir leikinn gegn Bournemouth í lokaumferðinni og þar verði tekin ákvörðun um framtíð Pochettino.

Chelsea er sem stendur í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið ferðast í leik gegn Nottingham Forest á morgun og mætir Brighton á miðvikudag áður en kemur að lokaleiknum þann 19. maí.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
3 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
9 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
10 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
11 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
12 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
13 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
14 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner