Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á þeirri vegferð að verða einn af fimm bestu í heimi
Phil Foden.
Phil Foden.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Phil Foden hefur átt merkilega gott tímabil með Manchester City og er hann búinn að vera einn af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar.

Foden átti virkilega góðan leik þegar City vann 2-0 sigur á Newcastle um liðna helgi og tryggði sér farseðilinn í undanúrslit FA-bikarsins.

Foden er einungis 23 ára gamall en er þrátt fyrir það búinn að sanka að sér gríðarlegri reynslu og verður fróðlegt að fylgjast með því hversu góður hann getur orðið á næstu árum.

„Foden var trylltur á móti Newcastle. Hann var að valta yfir þá. Hann er 23 ára en er búinn að spila 260 leiki fyrir Man City. Hann er búinn að vera að tikka inn 260 leiki í besta liði í heimi. Hann er á þeirri vegferð að verða topp tíu eða topp fimm besti leikmaður í heimi. Mér finnst hann ekkert eðlilega góður. Hann getur spilað á miðjunni og það er eitthvað fyrir Southgate að pæla í," sagði Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV, í hlaðvarpinu Enski boltinn í gær.

„Fyrir svona tveimur eða þremur árum hefðu lið eins og Real Madrid eða Barcelona - ef það væru ekki fjárhagsvandræði þar - getað sótt Foden. Þá var hann að verða pirraður að fá ekki stærra hlutverk," sagði fjölmiðlamaðurinn Orri Freyr Rúnarsson.

„Einmitt, þá var hann að lenda í (Cole) Palmer dæminu," sagði Jóhann Páll. „Svo kom þetta," sagði Orri.
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner