Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birmingham grípur í taumana - Rowett til bjargar
Gary Rowett.
Gary Rowett.
Mynd: Getty Images
Birmingham er í viðræðum við Gary Rowett um endurkomu til félagsins.

Tony Mowbray tók við Birmingham fyrr á tímabilinu en hann er í veikindaleyfi.

Birmingham hefur bara tekið eitt stig í sex leikjum undir stjórn aðstoðarþjálfarans Mark Venus og er staðan hjá liðinu alls ekki góð.

Hættan á falli niður í C-deild blasir við Birmingham og hefur félagið ákveðið að grípa í taumana áður en það verður um of seint. Félagið vonast til að ráða Rowett til bráðabirgða út tímabilið.

Rowett er með mikla reynslu úr Championship-deildinni en hann var síðast hjá Millwall í fjögur ár. Rowett þekkir vel til hjá Birmingham eftir að hafa stýrt liðinu frá 2014 til 2016.

Birmingham er sem stendur fyrir ofan fallsvæðið á markatölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner