Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 19. mars 2024 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forest íhugar að áfrýja en óttast enn stærri refsingu
Nottingham Forest.
Nottingham Forest.
Mynd: EPA
Forest seldi Brennan Johnson til Tottenham fyrir tæplega 50 milljónir punda síðasta sumar en það var ekki tekið með inn í reikninginn í þessu máli þar sem skiptin áttu sér stað eftir reikningsárið.
Forest seldi Brennan Johnson til Tottenham fyrir tæplega 50 milljónir punda síðasta sumar en það var ekki tekið með inn í reikninginn í þessu máli þar sem skiptin áttu sér stað eftir reikningsárið.
Mynd: Getty Images
Fjögur stig voru tekin af Nottingham Forest í gær og eru þeir núna í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni. Forest hefur íhugað að áfrýja refsingunni en óttast á sama tíma að refsingin verði þá enn verri.

Forest braut fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar og hafa fjögur stig verið tekin af liðinu vegna þess. Forest er annað liðið sem missir stig á þessu tímabili en áður voru sex stig tekin af Everton.

Þessi tíðindi koma kannski ekki mikið á óvart þegar litið er til leikmannakaupa Forest undanfarin ár en félagið hefur keypt hvern leikmanninn á fætur öðrum eftir að liðið komst upp í deildina.

Fram kemur á The Athletic í dag að lögmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafi krafist þess að átta stig yrðu tekin af Forest fyrir brot félagsins.

Þetta hefði getað farið verr en samt segist Forest „verulega vonsvikið" með niðurstöðuna. Forest fékk hrós fyrir það að vinna vel með dómstólnum.

Skýrslan í máli Forest innihélt 25,000 orð og var 50 blaðsíður á lengd en þar kemur meðal annars fram að félagið hafi farið gegn ráðum síns eigins fjármálastjóra, Thomas Bonser. Hann varaði félagið við því að það væri í hættu á að brjóta reglur en það stoppaði Forest ekki í því að kaupa leikmenn. Brotin urðu stærri en Bonser hafði gert ráð fyrir.

Nottingham Forest telur að núverandi fjárhagsreglur (e. profit and sustainability rules) séu að hindra félög eins og Forest í að komast hærra og lengra, og þær leiði til stöðnunar. Þær eigi að hjálpa félögum en séu ekki að veita mikið svigrúm.

Eins og áður segir þá hefur Forest íhugað að áfrýja niðurstöðunni en á sama tíma þá slapp félagið nokkuð vel og er talað um það í grein The Athletic að lögmenn Forest hafi unnið þrekvirki við að halda stigafrádrættinum í fjórum stigum. Ef Forest áfrýjar þá gæti félagið hugsanlega fengið stærri refsingu.

Forest er einu stigi frá Luton og öruggu sæti þegar níu leikir eru eftir.



Athugasemdir
banner
banner