Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Rodrigo Muniz, hérna eru lyklarnir"
Rodrigo Muniz.
Rodrigo Muniz.
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Rodrigo Muniz hefur verið heitur fyrir framan markið með Fulham að undanförnu. Hann gerði tvennu þegar Fulham vann stórkostlegan sigur gegn Tottenham um síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni.

Hann hefur núna skorað sjö mörk í síðustu sjö leikjum, en enginn hefur gert fleiri mörk en hann í þessari sterkustu deild heims síðan í byrjun febrúar.

Það er óhætt að segja að þarna sé nokkuð óvænt stjarna á ferðinni.

„Hvaða gæi er þetta?" spurði undirritaður í hlaðvarpinu Enski boltinn í gær.

„Hann var keyptur (frá Flamengo í Brasilíu) þegar Fulham var í Championship-deildinni fyrir tveimur árum. Hann skorar ekki neitt og er lánaður til Middlesbrough þar sem hann skorar ekki neitt heldur. Svo er Mitrovic farinn núna. 'Hvað eigum við að gera? Rodrigo Muniz, hérna eru lyklarnir'. Hann er bara búinn að vera drullugóður," sagði Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV.

Muniz hefur tekið við keflinu og hefur spilað afar vel. Það virðist hafa ýtt verulega við honum að Fulham sótti Armando Broja á láni frá Chelsea í janúar en líkurnar eru ekki miklar núna á því að Broja verði keyptur til Fulham í sumar.


Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Athugasemdir
banner
banner