Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Samningi Gunnlaugs Fannars við Fylki rift (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson hafa komist að samkomulagi um riftun á samningi leikmannsins.


Gunnlaugur samdi við Fylki í vetur og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Hann gekk til liðs við félagið frá Keflavík þar sem hann lék 24 leiki í deild og bikar síðasta sumar.

Hann er 29 ára gamall varnarmaður sem lék á sínum tíma þrjá leiki með yngri landsliðum Íslands. Hann er uppalinn á Álftanesi og í Haukum og hefur í meistaraflokki leikið með Haukum, Víkingi, Kórdrengjum og Keflavík.

„Við þökkum Gulla fyrir hans tíma hjá Fylki og óskum honum velfarnaðar í framtíðar verkefnum," segir í tilkynningunni frá Fylki.


Athugasemdir
banner
banner
banner