Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. apríl 2019 20:31
Arnar Helgi Magnússon
Guðjón Pétur spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
City nær ekki að skora gegn Tottenham
City nær ekki að skora gegn Tottenham
Mynd: Getty Images
Guðjón Pétur Lýðsson gekk í raðir Breiðabliks nú á dögunum en hann kom frá KA þar sem að hann staldraði stutt við. Guðjón spáir nú í leiki helgarinnar á Englandi.

Í síðustu viku var handboltamaðurinn Viggó Sigurðsson með sex rétta en nú er komið að nýjasta leikmanni Blika.

Manchester City 0 - 0 Tottenham (11:30 á morgun)
City eru sárir eftir að hafa dottið útúr champa league en mikil seigla í þessu tottenham liði og spai eg steindauðu jafntefli , menn mega efast en þetta er mjög öruggt .

Bournemouth 3 - 0 Fulham (14:00 á morgun)
Bournemouth spilar fótbolta sem mér er að skapi og vinnur þennan leik.

Huddersfield 0 - 2 Watford (14:00 á morgun)
Watford klárar þetta sannfærandi.

West Ham 1 - 2 Leicester (14:00 á morgun)
Tvö félög sem mér finnst mjög árennileg en því miður fyrir sápukúlumennina þá hafa Leicester menn of mikil gæði fram á við.

Wolves 3 - 1 Brighton (14:00 á morgun)
Fékk hjálp frá Badgalbjoggi við þennan.

Newcastle 1 - 2 Southampton (16:30 á morgun)
Langar að spá mínum mönnum sigri en hef því miður ekki trú á að við vinnum spræka Southampton menn enda þjálfaðir af Austurríkismanni sem fékk góðan skóla í Þýskalandi.

Everton 0 - 3 Manchester United (12:30 á sunnudag)
Fór á Everton gegn Manchester í fyrsta leik á tímabilinu eftir að United unnu þrennuna. Voru hálf sloppy en núna eru þeir særðir og koma sterkir í þennan leik og vinna sannfærandi því miður fyrir Gylfa og félaga.

Arsenal 1 - 1 Crystal Palace (15:00 á sunnudag)
Finnst Arsenal eitt minnst spennandi lið deildarinnar spila leiðinlegan bolta og vantar gæði í liðið en ná að jafna í lokin.

Cardiff 0 - 1 Liverpool (15:00 á sunnudag)
Mjög erfiður leikur fyrir Poolara og þeir ná að pota inn marki og sé ekki Cardiff ná að skora gegn sterkri vörn Liverpool.

Chelsea 3 - 1 Burnley (19:00 á mánudag)
Chelsea munu sína gæðin og vinna þennan leik Jói setur eitt til að minna á sig.

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Steindi Jr. (8 réttir)
Böðvar Böðvarsson (7 réttir)
Sara Björk Gunnarsdóttir (7 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Arnar Grétarsson (6 réttir)
Benedikt Bóas (6 réttir)
Gaupi (6 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Viggó Sigurðsson (6 réttir)
Martin Hermannsson (5 réttir)
Guðjón Baldvinsson (5 réttir)
Jóhann Gunnar Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Hjörvar Hafliðason (5 réttir)
Katrín Jakobsdóttir (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (4 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Arnór Þór Gunnarsson (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Kristjana Arnarsdóttir (2 réttir)
Teitur Örlygsson (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner