Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
   fös 07. desember 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Gaupi spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Eina.
Eina.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Siggi Hall var með fjóra rétta þegar hann spáði í spilin í ensku úrvalsdeildinní vikunni.

Guðjón Guðmundsson, Gaupi, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni. Gaupi þykir getspakur með eindæmum.



Bournemouth 1 - 2 Liverpool (12:30 á morgun)
Liverpool vinnur Bournemouth sem hefur verið á góðri siglingu í vetur. Framundan eru Liverpool dagar í enska boltanum.

Arsenal 3 - 0 Huddersfield (15:00 á morgun)
Arsenal vinnur þægilegan sigur. Þeir hafa ekki tapað í tuttugu leikjum í röð og það verður engin breyting á því um helgina.

Burnley 1 - 0 Brighton (15:00 á morgun)
Það hefur ekkert gengið hjá Burnley og kannski sér ekki fyrir endan á því. Ég vona að þeir nái í heimasigur. Jóhann Berg með markið.

Cardiff 1 - 1 Southampton (15:00 á morgun)
Það er nánast galið ef Cardiff vinnur ekki Southampton á heimavelli. Mig grunar þó að Hasenhuttl nái í sitt fyrsta stig með Southampton.

Man Utd 2 - 0 Fulham (15:00 á morgun)
Manchester United hefur verið í vandræðum í vetur en mér fannst liðið spila vel gegn Arsenal og betur en í síðustu leikjum. United hefur betur gegn Fulham á Old Trafford. Feiti Lukaku skorar.

West Ham 1 - 0 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Ég er skotinn í West Ham. Ég sá þá vinna Manchester United í Lundúnum vetur. Ég tippa á að West Ham hafi betur í þessum grannaslag.

Chelsea 1 - 1 Man City (17:30 á morgun)
Þetta verður rosalegur leikur. Chelsea hefur verið að gefa eftir í síðustu leikjum á meðan Manchester City virðist vera með besta lið Bretlandseyja um þessar mundir. Það er kannski óskhyggja en ég held að City tapi stigum á Stamford Bridge.

Leicester 1 - 3 Tottenham (19:45 á morgun)
Tottenham hefur verið á miklu flugi á meðan Leicester eru þokkalegir, ekki meira en það. Tottenham vinnur útisigur og Harry Kane skorar tvö.

Newcastle 0 - 0 Wolves (16:00 á sunnudag)
Ef það væri ekki fyrir Rafa Benítez myndi ég setja 2 á Úlfana í þessum leik. Newcastle eru seigir á St' James Park og verða að vinna. Þeir gera það þó ekki, þetta verður steindautt markalaust jafntefli.

Everton 2 - 1 Watford (20:00 á mánuadag)
Everton gerði jafntefli á heimavelli í síðasta leik sem voru vonbrigði. Það eru að koma jól og Gylfi verður á skotskónum. Hann skorar eitt mark í það minnsta.

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Teitur Örlygsson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner