Berglind Björg Þorvaldsdóttir var með þrjá rétta þegar hún spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fékk það verkefni að spá í næstu umferð sem hefst í hádeginu á morgun. Rúnar er samningsbundinn Dijon í Frakklandi, hann samdi við liðið í sumar. Rúnar hefur byrjað vel hjá Dijon og er liðið á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, ásamt PSG.
Dijon, sem er með fullt hús stiga, fær Caen í heimsókn á morgun en svo er komið að landsliðsverkefni hjá Rúnari. Ísland mætir Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni.
Leicester 0 - 2 Liverpool (11:30 á morgun)
Liverpool vill fara með auka sjálfstraust inn í september þar sem þeir spila hvern stórleikinn á fætur öðrum. Held að þeir byrji af krafti og vinni með hreinu laki og nokkrum mörkum.
Brighton 1 - 1 Fulham (14:00 á morgun)
Jafntefli í þokkalega skemmtilegum leik, Brighton vill ekki tapa þriðja leiknum í röð en Fulham mætir af krafti og gefur ekkert eftir.
Chelsea 3 - 0 Bournemouth (14:00 á morgun)
Leikmenn Chelsea eru farnir að þekkja kerfi Sarri aðeins betur og taka þægileg þrjú stig á Brúnni.
Crystal Palace 2 - 1 Southampton (14:00 á morgun)
Southampton lendir í miklum erfiðleikum á gríðarlega erfiðum heimavelli Crystal Palace, spái naumum sigri heimamanna.
Everton 2 - 0 Huddersfield (14:00 á morgun)
Lið Marco Silva hafa alltaf verið gríðarlega öflug á heimavelli og Gylfi verður í góðum gír þegar Everton vinnur Huddersfield örugglega.
West Ham 0 - 0 Wolves (14:00 á morgun)
Bæði lið að leita að sínum fyrsta sigri. Held að bæði lið munu passa sig mikið og ekki sækja á of mörgum mönnum og skemmtunin verður ekki mikil. Steindautt jafntefli.
Man City 5 - 1 Newcastle (16:30 á morgun)
City slátrar Newcastle í þessum leik. City missteig sig í síðustu viku og Newcastle byrjaði illa á þessu tímabili. Þetta verður "walk in the park".
Cardiff 2 - 4 Arsenal (12:30 á sunnudag)
Skemmtilegur leikur. Arsenal er að detta í gírinn eftir þjálfaraskipti og Aron Einar meiddur sem kemur niður á varnarleik Cardiff. Þetta verður opinn og skemmtilegur leikur með nóg af mörkum og endar með sigri Arsenal.
Burnley 0 - 1 Man Utd (15:00 á sunnudag)
United vill alls alls ekki tapa þriðja leiknum í röð en eru að fara á mjög erfiðan útivöll. Held þó að United taki þetta naumlega.
Watford 2 - 2 Tottenham (15:00 á sunnudag)
Watford byrjað vel, rétt eins og Tottenham en fyrirliði Tottenham, Hugo Loris, er meiddur og spilar að öllum líkindum ekki og mun það taka sinn toll á liði Tottenham - 2-2 jafntefli í fjörugum leik.
Fyrri spámenn:
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2 | Aston Villa | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
3 | Bournemouth | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
4 | Brentford | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
5 | Brighton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
6 | Burnley | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
7 | Chelsea | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
8 | Crystal Palace | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
9 | Everton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
10 | Fulham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
11 | Leeds | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
12 | Liverpool | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
13 | Man City | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
14 | Man Utd | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
15 | Newcastle | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
16 | Nott. Forest | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
17 | Sunderland | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Tottenham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Leicester | 38 | 6 | 7 | 25 | 33 | 80 | -47 | 25 |
19 | West Ham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
19 | Ipswich Town | 38 | 4 | 10 | 24 | 36 | 82 | -46 | 22 |
20 | Southampton | 38 | 2 | 6 | 30 | 26 | 86 | -60 | 12 |
20 | Wolves | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir