Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. maí 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Luke Shaw valinn bestur af leikmönnum Man Utd
Luke Shaw hefur spilað vel með United á þessari leiktíð
Luke Shaw hefur spilað vel með United á þessari leiktíð
Mynd: EPA
Enski vinstri bakvörðurinn Luke Shaw var valinn besti leikmaður ársins liðsfélögum hans í Manchester United en félagið tilkynnti þetta í gær.

Shaw, sem er 25 ára gamall, er fullur sjálfstrausts undir Ole Gunnar Solskjær eftir að hafa átt í erfiðleikum er Jose Mourinho stýrði liðinu en hann vinnur þessi verðlaun í annað sinn.

Leikmenn liðsins fá að velja leikmann ársins að þeirra mati og var það Shaw sem hafði vinninginn.

Hann vann þessi verðlaun síðast tímabilið 2018-2019 en aðeins fjórir leikmenn hafa unnið þessi verðlaun hjá United oftar en einu sinni.

Cristiano Ronaldo, David De Gea og Antonio Valencia hafa allir unnið þau tvisvar.
Athugasemdir
banner