Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. maí 2021 11:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Risahögg fyrir Palace - Eze frá út árið?
Mynd: Getty Images
Leiðinleg tíðindi bárust í morgun af Eberechi Eze sem sagður er hafa slitið hásin á æfingu og hann gæti verið frá út þetta ár.

Eze hefur verið öflugur á leiktíðinni en hann kom til Crystal Palace frá QPR síðasta haust. Palace greiddi tæplega 20 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Talið er að Eze gæti verið frá í átta mánuði vegna meiðslanna.

Eze er 22 ára og mun sérfræðingur skoða hann í dag, allt bendir til þess að hásinin hafi slitnað og það gerst á æfingu í gær.

Eze hefur byrjað 29 leiki í vetur, lagt upp sex mörk og skorað fjögur mörk á sinni fyrstu leiktíð í úrvalsdeildinni.

Einhverjar sögur voru sagðar um að hann hefði komið til greina til að fara með enska landsliðinu á EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner