Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
   fim 19. júní 2025 23:53
Sölvi Haraldsson
Blendnar tilfinningar hjá Hilmari: Harðasti Þróttari landsins á afmæli
Lengjudeildin
Hilmar Elís Hilmarsson.
Hilmar Elís Hilmarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara geggjuð tilfinning. Samt smá blendnar tilfinningar, harðasti Þróttari landsins (Hinrik Harðarson) á afmæli í dag. Ég vildi ekki eyðileggja daginn hans en það gerðist.“ sagði Hilmar Elís Hilmarsson léttur ljúfur og kátur eftir fyrsta sigur Fjölnis á tímabilinu sem kom gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  4 Fjölnir

Hilmari leið vel í leiknum og segir stemninguna hafa verið mikla í liðinu sem fór aldrei.

„Mér leið vel í upphitun og þegar við mættum í leikinn. Svo mættum við þeim, fengum stemningu til okkar og mér fannst við aldrei missa hana. Kannski aðeins í seinni en aldrei eitthvað vesen.“

Fjölnir skoruðu tvö mörk á tveggja mínútna í fyrri hálfleiknum sem setti tóninn.

„Um leið og við skorum annað markið sérstaklega leið mér alltaf eins og við værum að fara að landa þessum heim.“

Eina leiðin fyrir Fjölni er að spyrna sig frá botninum sagði Hilmar eftir leik.

„Við erum komnir gjörsamlega á botninn, núna er eina leiðin til að fara upp. Við sýndum það í dag að við eigum skilið að vera í þessari deild. Við eigum að geta gert miklu betur og við sýndum það í dag að við erum tilbúnir í það.“

Hilmar segir Fjölnisliðið vera gott lið og eiga góða möguleika að halda sér uppi.

„Við erum með hörkugott lið og það sjá það allir í dag. 4-1 á móti Þrótt á útivelli segir sig sjálft. Við erum ekki búnir að tapa neinum leik illa nema HK leiknum fannst mér. Við eigum bullandi séns.“

Viðtalið við Hilmar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner