Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   fim 19. júní 2025 23:53
Sölvi Haraldsson
Blendnar tilfinningar hjá Hilmari: Harðasti Þróttari landsins á afmæli
Lengjudeildin
Hilmar Elís Hilmarsson.
Hilmar Elís Hilmarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara geggjuð tilfinning. Samt smá blendnar tilfinningar, harðasti Þróttari landsins (Hinrik Harðarson) á afmæli í dag. Ég vildi ekki eyðileggja daginn hans en það gerðist.“ sagði Hilmar Elís Hilmarsson léttur ljúfur og kátur eftir fyrsta sigur Fjölnis á tímabilinu sem kom gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  4 Fjölnir

Hilmari leið vel í leiknum og segir stemninguna hafa verið mikla í liðinu sem fór aldrei.

„Mér leið vel í upphitun og þegar við mættum í leikinn. Svo mættum við þeim, fengum stemningu til okkar og mér fannst við aldrei missa hana. Kannski aðeins í seinni en aldrei eitthvað vesen.“

Fjölnir skoruðu tvö mörk á tveggja mínútna í fyrri hálfleiknum sem setti tóninn.

„Um leið og við skorum annað markið sérstaklega leið mér alltaf eins og við værum að fara að landa þessum heim.“

Eina leiðin fyrir Fjölni er að spyrna sig frá botninum sagði Hilmar eftir leik.

„Við erum komnir gjörsamlega á botninn, núna er eina leiðin til að fara upp. Við sýndum það í dag að við eigum skilið að vera í þessari deild. Við eigum að geta gert miklu betur og við sýndum það í dag að við erum tilbúnir í það.“

Hilmar segir Fjölnisliðið vera gott lið og eiga góða möguleika að halda sér uppi.

„Við erum með hörkugott lið og það sjá það allir í dag. 4-1 á móti Þrótt á útivelli segir sig sjálft. Við erum ekki búnir að tapa neinum leik illa nema HK leiknum fannst mér. Við eigum bullandi séns.“

Viðtalið við Hilmar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir