Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
   fim 19. júní 2025 23:26
Sölvi Haraldsson
Gunnar Már eftir fyrsta sigurinn: Er orðlaus að mörgu leyti
Lengjudeildin
Gunnar Már.
Gunnar Már.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sigurinn nærir og við erum búnir að þrá þennan sigur frá því í byrjun móts. Mér fannst við virkilega flottir í dag.“ sagði Gunnar Már Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, eftir fyrsta sigur Fjölnis á tímabilinu gegn Þrótti Reykjavík.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  4 Fjölnir

Gunnar segir að Fjölnir verði í engum vandræðum í sumar ef þeir mæta svona í alla leiki eins og þeir gerðu í dag.

„Alveg klárlega. Ef að liðið mætir svona í fleiri leiki í sumar erum við í mjög góðum málum. Vinnuframlagið og hugrekkið var upp á 10. Ég var virkilega ánægður með þá í dag, þeir voru frábærir.“

Gunni talar um að Fjölnir hafi byrjað mótið í kvöld.

„Manni leið ekkert rosalega vel undir lokin þrátt fyrir að hafa verið fjórum mörkum yfir á tímabili. En ég er orðlaus að mörgu leyti. Ef þú horfir á hvern leikmann í þessum leik að þá voru flestir að eiga sinn besta leik í sumar og virkilega mikil samheldni í liðinu. Þetta er vonandi það sem koma skal. Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að byrja mótið í dag.“

Það voru margir lykilleikmenn utan hóps hjá Fjölni í dag en Gunni er mjög ánægður með hópinn sinn sem steig upp.

„Það eru margir lykilmenn utan hóps í dag útaf meiðslum og fleria. Menn voru að stíga upp í dag sem liðsheild.“

Hvað skóp sigur Fjölnismanna í dag?

„Það sem skóp sigurinn var klárlega vinnusemin og viljinn til að gera vel. Við ákváðum að stíga upp og pressa þá svolítið og gerðum það út leikinn, virkilega ánægður með það.“

Í seinni hálfleik byrjaði allt í einu mikil læti að heyrast fyrir aftan stúku Þróttara en þá var Miðnæturhlaup Suzuki í fullum gangi og mikil stuð og stemning. Peppandi lög og aðili sem var að hvetja fólk áfram í hátalarakerfi.

„Ég tók ekki eftir þessu. Það voru læti í sjálfum mér á hliðarlínunni. Við vissum að það væri að byrja miðnæturhlaupið núna í kvöld. Maður var kannski við því búinn.“

Viðtalið við Gunna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner