Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
   fim 19. júní 2025 23:26
Sölvi Haraldsson
Gunnar Már eftir fyrsta sigurinn: Er orðlaus að mörgu leyti
Lengjudeildin
Gunnar Már.
Gunnar Már.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sigurinn nærir og við erum búnir að þrá þennan sigur frá því í byrjun móts. Mér fannst við virkilega flottir í dag.“ sagði Gunnar Már Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, eftir fyrsta sigur Fjölnis á tímabilinu gegn Þrótti Reykjavík.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  4 Fjölnir

Gunnar segir að Fjölnir verði í engum vandræðum í sumar ef þeir mæta svona í alla leiki eins og þeir gerðu í dag.

„Alveg klárlega. Ef að liðið mætir svona í fleiri leiki í sumar erum við í mjög góðum málum. Vinnuframlagið og hugrekkið var upp á 10. Ég var virkilega ánægður með þá í dag, þeir voru frábærir.“

Gunni talar um að Fjölnir hafi byrjað mótið í kvöld.

„Manni leið ekkert rosalega vel undir lokin þrátt fyrir að hafa verið fjórum mörkum yfir á tímabili. En ég er orðlaus að mörgu leyti. Ef þú horfir á hvern leikmann í þessum leik að þá voru flestir að eiga sinn besta leik í sumar og virkilega mikil samheldni í liðinu. Þetta er vonandi það sem koma skal. Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að byrja mótið í dag.“

Það voru margir lykilleikmenn utan hóps hjá Fjölni í dag en Gunni er mjög ánægður með hópinn sinn sem steig upp.

„Það eru margir lykilmenn utan hóps í dag útaf meiðslum og fleria. Menn voru að stíga upp í dag sem liðsheild.“

Hvað skóp sigur Fjölnismanna í dag?

„Það sem skóp sigurinn var klárlega vinnusemin og viljinn til að gera vel. Við ákváðum að stíga upp og pressa þá svolítið og gerðum það út leikinn, virkilega ánægður með það.“

Í seinni hálfleik byrjaði allt í einu mikil læti að heyrast fyrir aftan stúku Þróttara en þá var Miðnæturhlaup Suzuki í fullum gangi og mikil stuð og stemning. Peppandi lög og aðili sem var að hvetja fólk áfram í hátalarakerfi.

„Ég tók ekki eftir þessu. Það voru læti í sjálfum mér á hliðarlínunni. Við vissum að það væri að byrja miðnæturhlaupið núna í kvöld. Maður var kannski við því búinn.“

Viðtalið við Gunna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir