Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 20. mars 2021 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: KV skoraði sjö - Hamar vann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KV blandaði sér í þriggja liða toppbaráttu í riðli 1 í B-deild Lengjubikarsins með stórsigri á Elliða í gærkvöldi.

Aron Daníel Arnalds og Askur Jóhannsson skoruðu tvennur í sjö marka sigri sem fleytir Vesturbæingum í annað sætið þar sem þeir eru jafnir Þrótti Vogum og Njarðvík á stigum í toppsætunum þremur.

Öll liðin eru með 9 stig en Þróttur á leik til góða.

KV 7 - 0 Elliði
1-0 Aron Daníel Arnalds ('3)
2-0 Aron Daníel Arnalds ('44)
3-0 Askur Jóhannsson ('51)
4-0 Agnar Þorláksson ('57)
5-0 Jonatan Aaron Belanyi ('64)
6-0 Magnús Snær Dabjartsson ('73)
7-0 Askur Jóhannsson ('77)

Í C-deildinni hafði Hamar betur gegn Birninum þökk sé marki frá Samuel Andrew Malson í fyrri hálfleik.

Hamar er þá kominn með 6 stig eftir sigur gegn Hvíta riddaranum í fyrstu umferð.

Björninn er með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Hamar 1 - 0 Björninn
1-0 Samuel Andrew Malson ('31)
Athugasemdir
banner
banner
banner