Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2024 18:15
Ívan Guðjón Baldursson
Dani Alves verður sleppt gegn tryggingu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Spænskur dómstóll hefur úrskurðað að Dani Alves getur verið látinn laus gegn tryggingargjaldi, eftir að hafa setið inni í rúmlega eitt ár fyrir nauðgun.

Alves var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir brot sitt en fær núna að snúa aftur til heimilis síns á Spáni eftir að tryggingin verður greidd.

Þessi fyrrum landsliðsbakvörður Brasilíu þarf að greiða eina milljón evra í tryggingargjald og má hann ekki yfirgefa Spán eða vera innan við einn kílómetra frá fórnarlambi sínu, auk þess að þurfa að mæta í dómssal vikulega.

Yfirvöld á Spáni hafa gert vegabréf Alves upptæk og getur hann því ekki flúið Spán með löglegum hætti.

Alves er 40 ára gamall og var dæmdur fyrir að nauðga konu á skemmtistað í Barcelona í desember 2022.

Ester Garcia, lögmaður fórnarlambsins, er afar ósátt með þessa ákvörðun dómarans. Hún telur það vera skandal að Alves verði sleppt gegn tryggingu og telur hún að tryggingargjaldið eigi að vera talsvert hærra.

Alves er goðsögn í fótboltaheiminum og á auðuga vini sem eru tilbúnir til að veita hjálparhönd, þó að gögn málsins tali skýru máli.
Athugasemdir
banner