Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2024 09:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southgate efstur á lista Ratcliffe - Tveir orðaðir við Arsenal
Powerade
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
Mynd: EPA
Gyökeres hefur átt frábært tímabil með Sporting.
Gyökeres hefur átt frábært tímabil með Sporting.
Mynd: EPA
Jack Butland.
Jack Butland.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðrinu á þessum ágæta miðvikudegi. Það er um að gera að grípa sér einn glóðvolgan kaffibolla og lessa þessa helstu mola.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er efstur á lista Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeiganda Manchester United, fyrir sumarið ef hann tekur ákvörðun um að reka Erik ten Hag. (Star)

Manchester City mun hugsanlega leyfa Jack Grealish (28) að fara í sumar til þess að safna fé til þess að styrkja leikmannahóp sinn. (HITC)

Alexander Isak (24), sóknarmaður Newcastle, er á óskalista Arsenal. (Football Insider)

Arsenal hefur einnig sýnt Viktor Gyökeres (25), sóknarmanni Sporting í Portúgal, áhuga. (Teamtalk)

Tottenham, Chelsea og West Ham hafa öll lýst yfir áhuga á Ivan Toney (28), sóknarmanni Brentford. (Sun)

Timo Werner (28) vill að Tottenham nýti sér ákvæði í lánssamningi sínum og kaupi hann frá RB Leipzig fyrir 17 milljónir evra. (Florian Plettenberg)

Christian Eriksen (32) hefur tjáð Ten Hag, stjóra Man Utd, að hann sé ósáttur við hlutverk sitt hjá liðinu. (Tipsbladet)

Scott McLachlan, sem starfaði áður fyrr hjá Chelsea, er kostur sem Newcastle er að skoða í ljósi þess að Dan Ashworth, sem hefur starfað sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, sé á leið til Man Utd. (Teamtalk)

Rangers er tilbúið að selja markvörðinn Jack Butland (31) á 15 milljónir punda en það er áhugi á honum úr ensku úrvalsdeildinni. (Football Insider)

Everton, Nottingham Forest og West Ham eru að fylgjast með kantmanninum Karamoko Dembele (21) sem hefur heillað fólk með Blackpool á þessu tímabili. Hann þótti mikil vonarstjarna fyrir nokkrum árum er hann var á mála hjá Celtic. (HITC)

Nottingham Forest gæti þurft að selja mikilvægan leikmann til þess að forðast frekari refsingar fyrir brot á fjárhagsreglum á næsta tímabili. (Times)

Johan Bakayoko (20), kantmaður PSV Eindhoven, er undir smásjá félaga á borð við Chelsea, Liverpool, Manchester City og PSG. Hollenska félagið vonast til að fá 50-60 milljónir evra fyrir hann. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner