Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 20. mars 2024 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tristan Freyr með slitið krossband í þriðja sinn
Tristan Freyr Ingólfsson.
Tristan Freyr Ingólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tristan Freyr Ingólfsson, bakvörður Stjörnunnar, varð fyrir því óláni að slíta krossband í þriðja sinn á æfingu fyrir um tveimur vikum síðan.

Tristan, sem er 24 ára gamall, sleit fyrst krossband í júlí 2021, sneri til baka og kom við sögu í þremur leikjum 2022 en lenti svo í því að slíta aftur krossband og var frá allt tímabilið 2023.

Núna er það ljóst að hann mun ekkert spila í ár en þetta eru afar leiðinleg tíðindi.

„Ég var í spili á æfingu og er í einhverri baráttu um boltann. Ég reyni einhvern veginn að stíga fyrir gæjann og finn þá einhverja skrýtna tilfinningu í hnénu," segir Tristan við Fótbolta.net í dag. „Það er alltaf mjög óþægilegt þegar maður fær einhverja vonda tilfinningu í hnéð en ég gerði ekki ráð fyrir að þetta væri slitið aftur. Ég varð alltaf betri á milli daga en vildi samt fá mynd af þessu til að vera viss um hvað gerðist."

„Ég vil komast í aðgerð sem fyrst til að byrja endurhæfinguna strax og er bara að bíða eftir að heyra meira frá læknum með næstu skref," segir hann jafnframt.

Fótbolti.net óskar honum góðs bata.
Athugasemdir
banner
banner
banner