Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. apríl 2019 14:10
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Man City og Tottenham: Bernardo bestur
Mynd: Getty Images
Manchester City endurheimti toppsæti úrvalsdeildarinnar með góðum 1-0 sigri á Tottenham í dag.

Hinn 18 ára gamli Phil Foden byrjaði á miðjunni hjá Man City í stað David Silva sem var færður á bekkinn. Foden skoraði strax á fimmtu mínútu leiksins og átti góðan leik eftir það.

Hann var þó ekki maður leiksins samkvæmt einkunnagjöf Sky Sports, heldur var liðsfélagi hans Bernardo Silva áberandi besti leikmaður vallarins. Hann fékk 9 í einkunn.

Aymeric Laporte og Ederson voru þeir einu á vellinum sem komust nálægt Bernardo, þeir fengu báðir 8 á meðan Foden fékk 7. Besti leikmaður vallarins fær verðlaun í hvert sinn og ákvað Bernardo að gefa Foden verðlaunin í dag til að fagna fyrsta úrvalsdeildarmarkinu.

Juan Foyth, Christian Eriksen og Son Heung-min voru bestu leikmenn í liði Tottenham.

Man City: Ederson (8), Walker (6), Stones (6), Laporte (8), Zinchenko (6), Gundogan (6), Foden (7), De Bruyne (6), B. Silva (9), Sterling (6), Aguero (6).
Varamenn: Fernandinho (6), Sane (6)

Tottenham: Gazzaniga (6), Foyth (7), Sanchez (6), Alderweireld (6), Vertonghen (6), Davies (6), Dier (6), Alli (6), Eriksen (7), Moura (6), Son (7).
Varamenn: Rose (5), Wanyama (6), Llorente (5).
Athugasemdir
banner
banner