Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 20. júní 2025 21:14
Alexander Tonini
Jelena Tinna: Mjög leiðinlegt að missa hana
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara mjög vel, við ætluðum að mæta grimmar til leiks og þá sérstaklega eftir að hafa tapað seinustu leikjum. Þá ætluðum við okkar að klára þennan sigur í kvöld", sagði Jelena Tinna strax eftir leik þegar Þróttakonur gerðu góða ferð í Úlfarsárdalinn og hirtu stiginn þrjú.

Þróttur tapaði fyrsta leiknum sínum í deildinni í síðustu viku gegn Stjörnunni og þar á undan datt liðið út úr Mjólkurbikarnum. Stelpurnar í Þrótti mættu grimmar til leiks og ætluðu sér ekki að tapa þremur leikjum í röð.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  3 Þróttur R.

Þetta var kveðjustund Caroline Murray sem spilaði sinn síðast leik fyrir Þrótt í bili, en hún heldur út til bandaríkjanna.

„Hún er búin að vera gríðarlega góður karakter, geggjað að hafa hana í hópnum. Það verður mjög leiðinlegt að missa hana, en það kemur önnur í staðin. Vonandi verður hún bara jafngóð og við tökum vel á móti henni"

„Mér líður mjög vel, það var kominn tími. Við vorum allar góðar og við þurftum að vera á tánum því að hún ( Murielle ) er gríðarlega góður leikmaður. Það skiptir miklu máli að fylgjast alltaf með hvar hún er. Við gerðurm það svo sannarlega mjög vel allar saman", bætti Jelena við um markið sem hún skoraði og mikilvægi þess að hafa góðar gætur á Murielle Tiernan í leiknum.

Jelena Tinna átti frábæran leik í kvöld og á skilið sérstakt hrós fyrir yfirvegun sína og ró í vörninni. Hún lét pressuna aldrei trufla sig, hvorki í sendingum né ákvarðanatöku, og spilaði nánast fullkominn leik í sterkri vörn Þróttar.
Athugasemdir
banner