Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
   fös 20. júní 2025 21:14
Alexander Tonini
Jelena Tinna: Mjög leiðinlegt að missa hana
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara mjög vel, við ætluðum að mæta grimmar til leiks og þá sérstaklega eftir að hafa tapað seinustu leikjum. Þá ætluðum við okkar að klára þennan sigur í kvöld", sagði Jelena Tinna strax eftir leik þegar Þróttakonur gerðu góða ferð í Úlfarsárdalinn og hirtu stiginn þrjú.

Þróttur tapaði fyrsta leiknum sínum í deildinni í síðustu viku gegn Stjörnunni og þar á undan datt liðið út úr Mjólkurbikarnum. Stelpurnar í Þrótti mættu grimmar til leiks og ætluðu sér ekki að tapa þremur leikjum í röð.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  3 Þróttur R.

Þetta var kveðjustund Caroline Murray sem spilaði sinn síðast leik fyrir Þrótt í bili, en hún heldur út til bandaríkjanna.

„Hún er búin að vera gríðarlega góður karakter, geggjað að hafa hana í hópnum. Það verður mjög leiðinlegt að missa hana, en það kemur önnur í staðin. Vonandi verður hún bara jafngóð og við tökum vel á móti henni"

„Mér líður mjög vel, það var kominn tími. Við vorum allar góðar og við þurftum að vera á tánum því að hún ( Murielle ) er gríðarlega góður leikmaður. Það skiptir miklu máli að fylgjast alltaf með hvar hún er. Við gerðurm það svo sannarlega mjög vel allar saman", bætti Jelena við um markið sem hún skoraði og mikilvægi þess að hafa góðar gætur á Murielle Tiernan í leiknum.

Jelena Tinna átti frábæran leik í kvöld og á skilið sérstakt hrós fyrir yfirvegun sína og ró í vörninni. Hún lét pressuna aldrei trufla sig, hvorki í sendingum né ákvarðanatöku, og spilaði nánast fullkominn leik í sterkri vörn Þróttar.
Athugasemdir
banner