Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dregið í riðla fyrir Ólympíuleikana í París
Emma Hayes stýrir bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar.
Emma Hayes stýrir bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar.
Mynd: EPA
Thierry Henry þjálfar franska U21 landsliðið og sér um að stýra U23 á Ólympíuleikunum.
Thierry Henry þjálfar franska U21 landsliðið og sér um að stýra U23 á Ólympíuleikunum.
Mynd: EPA
Javier Mascherano þjálfar U23 landslið Argentínu á Ólympíuleikunum og hefur hann boðið Lionel Messi og Angel Di Maria að taka þátt.
Javier Mascherano þjálfar U23 landslið Argentínu á Ólympíuleikunum og hefur hann boðið Lionel Messi og Angel Di Maria að taka þátt.
Mynd: EPA
Það er búið að draga í riðla fyrir fótboltamót Ólympíuleikanna bæði í karla- og kvennaflokki.

Í kvennaflokki mæta A-landslið til leiks og eru Bandaríkin þar í algjörum dauðariðli ásamt Þýskalandi og Ástralíu.

Fjórða liðið í riðlinum verður annað hvort Sambía eða Marokkó eftir að undankeppni Afríkuþjóða lýkur.

Það eru þrír riðlar og eru ríkjandi heimsmeistarar frá Spáni einnig í erfiðum riðli, ásamt Japan og Brasilíu auk Nígeríu eða Marokkó úr undankeppni Afríkuþjóða.

Að lokum er Frakkland í riðli með Kanada, Nýja-Sjálandi og Kólumbíu.

Í karlaflokki mæta U23 lið til leiks, þar sem hver leikmannahópur má innihalda þrjá leikmenn yfir 23 ára aldri. Það eru fjórir riðlar í karlaflokki.

Sigurstranglegt lið Frakklands er í A-riðli ásamt Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi, en fjórða liðið í riðlinum verður annað hvort Gínea eða lakasta Asíuþjóðin sem getur komist á leikana.

Heimsmeistarar Argentínu eru í B-riðli ásamt Marokkó, Úkraínu og næstlökustu Asíuþjóðinni á meðan Spánverjar eru í riðli með Egyptalandi, Dóminíska lýðveldinu og næststerkustu Asíuþjóðinni.

Að lokum er Ísrael í riðli ásamt Paragvæ, Malí og sterkustu Asíuþjóðinni.

Ólympiuleikarnir í fótbolta verða haldnir í París frá 24. júlí til 10. ágúst og vonast mótshaldarar til að skipulags- og gæslumál gangi betur heldur en á úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2022.

Ólympíuleikar kvenna:
A-riðill: Frakkland, Kólumbía, Kanada, Nýja-Sjáland

B-riðill: Bandaríkin, Sambía eða Marokkó, Þýskaland, Ástralía

C-riðill: Spánn, Japan, Nígería eða Marokkó, Brasilía

Ólympíuleikar karla:
A-riðill: Frakkland, Bandaríkin, Asía 4 eða Gínea, Nýja-Sjáland

B-riðill: Argentína, Marokkó, Asía 3, Úkraína

C-riðill: Asía 2, Spánn, Egyptaland, Dóminíska lýðveldið

D-riðill: Asía 1, Paragvæ, Malí, Ísrael
Athugasemdir
banner
banner