Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 21. mars 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tilbúinn að fórna góðu lífi á Ítalíu fyrir rigninguna á Englandi
Teun Koopmeiners.
Teun Koopmeiners.
Mynd: EPA
Hollenski miðjumaðurinn Teun Koopmeiners hefur gefið það út að hann ætli sér að yfirgefa Atalanta í sumar.

Þessi 26 ára gamli miðjumaður hefur verið lykilmaður hjá Atalanta frá því hann gekk í raðir félagsins frá Feyenoord árið 2021 en núna ætlar hann að taka næsta skref.

„Það var mikill áhugi frá Napoli á síðasta ári en félögin náðu ekki saman á endanum. Ég er búinn að segja Atalanta að ég vilji fara í sumar," segir Koopmeiners við De Telegraaf.

„Ég og eiginkona mín höfum notið lífsins á Ítalíu, en ég er tilbúinn að taka á mig rigningu til að spila fyrir nokkur félög á Englandi. Ég vona að ég fái spennandi möguleika og ég vona að Atlalanta fái vel borgað fyrir mig."

Koopmeiners hefur verið orðaður við Juventus og þá eru félög á Englandi einnig áhugasöm um hann. Þá hefur hann verið bendlaður við Manchester United en það verður spennandi að sjá hvað gerist hjá honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner