Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 21. maí 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýliðarnir tólf í landsliðshópnum - Hverjir eru þeir?
Icelandair
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Ingi Gunnarsson.
Hörður Ingi Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, opinberaði í dag landsliðshópinn fyrir þrjá vináttulandsleiki í júní.

Helstu stjörnur liðsins, Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson, eru ekki í hópnum. Þá eru varnarmennirnir Ari Freyr Skúlason, Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason meiddir. Fótbolti.net er ekki með upplýsingar um það hvaða leikmenn fengu ekki leyfi til að fara í hópinn þar sem blaðamannafundi var frestað.

Arnar valdi 35 leikmenn í hópinn og það eru alls 12 nýliðar í hópnum. Hvaða leikmenn eru það? Hér að neðan má sjá það, í stafrófsröð.

Brynjar Ingi Bjarnason | KA
Miðvörður sem hefur vakið mikla athygli í upphafi Íslandsmótsins. Hann er búinn að vera einn af betri miðvörðum Pepsi Max-deildarinnar, ef ekki sá besti. Hann var ekki í U21 landsliðshópnum sem fór á EM. Ari Leifsson, Finnur Tómas Pálmason, Ísak Óli Ólafsson og Róbert Orri Þorkelsson voru valdir fram yfir hann. Ísak er einnig í A-hópnum en Ari, Finnur Tómas og Róbert eru þar ekki.

Elías Rafn Ólafsson | Fredericia
Gríðarlega efnilegur markvörður sem hefur verið að standa sig vel í Danmörku með Fredericia í 1. deildinni. Gríðarlega hávaxinn og er einn af framtíðarmarkvörðum Íslands. Hann var í U21 landsliðshópnum sem fór á EM og spilaði í lokaleiknum gegn Frakklandi.

Gísli Eyjólfsson | Breiðablik
Verið einn af betri leikmönnum Pepsi Max-deildarinnar undanfarin ár en hefur ekki byrjað þetta tímabil eins vel og hann hefði líklega viljað. Hann er 26 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið með Breiðablik lengst af á ferlinum. Spilaði með Mjällby í Svíþjóð um tíma en fann ekki taktinn almennilega þar.



Hörður Ingi Gunnarsson | FH
Hægri bakvörður sem getur einnig spilað vinstra megin. Fór með íslenska U21 landsliðinu á EM þar sem hann spilaði í öllum þremur leikjunum. Er uppalinn í FH, en fór í ÍA 2018. Þar vakti hann athygli fyrir góða frammistöðu. Fyrir síðasta tímabil sneri hann aftur í FH þar sem hann hefur spilað flesta leiki síðan.

Ísak Óli Ólafsson | Keflavík
Miðvörður sem fór með U21 landsliðinu á EM. Samdi við SönderjyskE 2019 eftir að hafa vakið athygli með Keflavík. Spilaði ekki mikið með SönderjyskE og var lánaður heim til Keflavíkur fyrir þetta tímabil. Verður að segjast að hann hefur oft litið betur út á vellinum en í síðustu leikjum Keflavíkur.



Kolbeinn Þórðarson | Lommel SK
Fjölhæfur leikmaður sem fór með U21 landsliðinu á EM. Ólst upp hjá Breiðablik og sló í gegn með liðinu í Pepsi Max-deildinni sumarið 2019. Samdi við Lommel í Belgíu þar sem hann hefur spilað 45 leiki í næst efstu deild í Belgíu undanfarin tvö tímabil. Getur spilað á miðjunni en einnig leyst stöðu bakvarðar.

Patrik Sigurður Gunnarsson | Silkeborg IF
Mjög efnilegur markvörður sem hefur staðið sig frábærlega í dönsku B-deildinni með Silkeborg. Hefur haldið hreinu í hverjum leiknum á fætur öðrum í Danmörku en hann er þar í láni frá Brentford á Englandi. Var aðalmarkvörður U21 á EM; gæti hann verið framtíðarmarkvörður Íslands?

Rúnar Þór Sigurgeirsson | Keflavík
Eins og Brynjar, þá fór Rúnar Þór ekki á EM með U21 landsliðinu. Mjög efnilegur vinstri bakvörður sem hefur hingað til ekki alveg náð að sýna sínar bestu hliðar í Pepsi Max-deildinni. Mjög sókndjarfur og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.



Stefán Teitur Þórðarson | Silkeborg IF
Miðjumaður af Skaganum sem var frábær í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Fór til Danmerkur eftir tímabilið og hefur verið að byrja fyrir Silkeborg í dönsku B-deildinni. Silkeborg spilar í dönsku úrvalsdeildina á næstu leiktíð. Stefán Teitur fór með U21 landsliðinu á EM eins og flestir nýliðarnir í þessum hóp.

Valgeir Lunddal Friðriksson | Häcken
Festi sæti sitt sem vinstri bakvörður í Íslandsmeistaraliði Vals á síðustu leiktíð. Var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar áður en hann var seldur út til Svíþjóðar. Getur bæði spilað sem vinstri og hægri bakvörður. Og já, hann fór á EM U21 landsliða í mars.



Þórir Jóhann Helgason | FH
Miðjumaður sem er uppalinn í Haukum en skipti yfir í FH eftir fyrsta tímabil sitt í meistaraflokki á Ásvöllum. Hefur fest sæti sitt á miðjunni hjá FH og verið frábær fyrir Fimleikafélagið í Pepsi Max-deildinni. Var í U21 landsliðinu sem fór á EM en ekki í stóru hlutverki.

Þú getur skoðað landsliðshópinn með því að Landsliðshópurinn loks opinberaður - Sjö úr Pepsi Max
Athugasemdir
banner
banner
banner