Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. maí 2021 15:38
Elvar Geir Magnússon
Landsliðshópurinn loks opinberaður - Átta úr Pepsi Max
Icelandair
Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörðurinn ungi, hefur spilað frábærlega fyrir KA.
Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörðurinn ungi, hefur spilað frábærlega fyrir KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson og aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Eiður Smári Guðjohnsen.
Ragnar Sigurðsson og aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hefur valið leikmannahóp fyrir vináttuleikina þrjá gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi. Alls eru 35 í hópnum og tólf nýliðar.

Það vantar fjölda lykilmanna í hópinn. Þar á meðal eru leikmenn okkar í ensku úrvalsdeildinni; Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru meðal leikmanna sem ekki gefa kost á sér.

Átta leikmenn úr Pepsi Max-deildinni eru valdir í hópinn en athygli vekur að Hannes Þór Halldórsson er ekki á meðal fjögurra markvarða.

Brynjar Ingi Bjarnason, varnarmaður KA, og Rúnar Þór Sigurgeirsson, bakvörður Keflavíkur, eru í hópnum en þeir voru ekki valdir í lokakeppni EM U21 landsliðsins fyrir lokamótið fyrr á árinu þrátt fyrir að vera gjaldgengir.

Einn leikmaður í hópnum er án félags en það er reynsluboltinn Ragnar Sigurðsson.

Upphaflega átti að tilkynna hópinn á miðvikudag en því var frestað þar sem mikil forföll urðu á leikmönnum.

Ísland mætir Mexíkó 30. maí í Dallas í Bandaríkjunum og hefst leikurinn kl. 01:00 (eftir miðnætti) að íslenskum tíma. Strákarnir fara næst til Færeyja og mæta þar heimamönnum 4. júní á Tórsvelli og loks til Póllands þar sem þeir leika gegn Pólverjum 8. júní á Poznan Stadium.

Leikmannahópinn má sjá hér að neðan. Stjörnumerktir (*) leikmenn verða ekki með gegn Mexíkó, en koma inn í hópinn fyrir leikina við Færeyjar og Pólland. Ljóst er að ekki mun allur hópurinn sem mætir Mexíkó ferðast í leikina við Færeyjar og Pólland og verður tilkynnt eftir leikinn við Mexíkó hvaða leikmenn verða ekki með gegn Færeyjum og Póllandi.

*Leikmenn ekki með gegn Mexíkó, en koma inn í hópinn gegn Færeyjum og Póllandi.

Markmenn
Elías Rafn Ólafsson | Fredericia
Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 8 leikir
Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 17 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson | Silkeborg IF *

Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson | Valur | 97 leikir, 3 mörk
Brynjar Ingi Bjarnason | KA
Hjörtur Hermannsson | Bröndby IF | 19 leikir, 1 mark
Hörður Ingi Gunnarsson | FH
Ísak Óli Ólafsson | Keflavík
Kári Árnason | Víkingur R. | 89 leikir, 6 mörk
Kolbeinn Þórðarson | Lommel SK
Ragnar Sigurðsson | 97 leikir, 5 mörk
Rúnar Þór Sigurgeirsson | Keflavík
Alfons Sampsted | Bodö Glimt | 3 leikir *
Guðmundur Þórarinsson | New York City FC | 5 leikir *
Jón Guðni Fjóluson | Hammarby | 17 leikir, 1 mark *
Valgeir Lunddal Friðriksson | Häcken *


Miðjumenn
Andri Fannar Baldursson | Bologna | 1 leikur
Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 94 leikir, 2 mörk
Aron Elís Þrándarson | OB | 5 leikir
Birkir Bjarnason | Brescia | 95 leikir, 14 mörk
Gísli Eyjólfsson | Breiðablik
Ísak Bergmann Jóhannesson | IFK Norrköping | 2 leikir
Stefán Teitur Þórðarson | Silkeborg IF
Þórir Jóhann Helgason | FH
Arnór Ingvi Traustason | New England Revolution | 40 leikir, 5 mörk *
Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 7 leikir, 1 mark *
Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 7 leikir *
Rúnar Már Sigurjónsson | CFR 1907 Cluj | 32 leikir, 2 mörk *


Sóknarmenn
Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 57 leikir, 3 mörk
Kolbeinn Sigþórsson | IFK Göteborg | 62 leikir, 26 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen | OB | 1 leikur
Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 20 leikir, 3 mörk *
Viðar Örn Kjartansson | Vålerenga | 28 leikir, 4 mörk *

Athugasemdir
banner
banner