Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. júlí 2018 23:30
Gunnar Logi Gylfason
Henry efstur á óskalista Aston Villa
Henry og Kompany á góðri stundu
Henry og Kompany á góðri stundu
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, goðsögn hjá Arsenal, er nú sagður vera efstur á óskalista Aston Villa eftir að egypski auðjöfurinn Nassef Sawiris keypti 55% hlut í félaginu af Kínverjanum Dr Tony Xia.

Henry hætti í sumar störfum hjá Sky þar sem hann starfaði við að rýna í leiki í ensku úrvalsdeildinni. Auk þess var hann aðstoðarþjálfari Roberto Martinez hjá belgíska landsliðnu sem vann til bronsverðalauna á Heimsmeistaramótinu í sumar.

Aston Villa var í miklum fjárhagsvandræðum eftir að félaginu mistókst að komast upp í vor en Sawiris bjargaði félaginu.

Spennandi verður að fylgjast með því hvort þetta verði hans fyrsta starf sem aðalþjálfari en með liðinu leikur íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason.
Athugasemdir
banner
banner
banner