Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. mars 2024 18:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vill sjá breytingar á VAR - „Tekst samt að taka ranga ákvörðun"
Mynd: EPA

Olivier Giroud leikmaður AC Milan er óánægður með framkvæmd VAR í fótboltaheiminum og vill sjá breytingar.


Giroud er orðinn 37 ára og á aðeins þrjá mánuði eftir af samningi sínum hjá Milan en hann hefur verið sterklega orðaður við LAFC í MLS deildinni í Bandaríkjunum.

Hann var í viðtali á frönsku sjónvarpsstöðinni Canal+. Hann var spurður hvort hann vildi breyta einhverju í nútíma fótbolta.

„Það sem fer smá í taugarnar á mér með VAR er að þetta tekur svo langan tíma. Þeir láta þig bíða og þrátt fyrir það tekst þeim samt að taka ranga ákvörðun. Ég vil að við finnum rétta leið svo þetta sé fljótlegra aftur," sagði Giroud.


Athugasemdir
banner
banner