Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
   lau 22. júní 2019 21:19
Ívan Guðjón Baldursson
Brynjar Björn: Man ekki eftir færi hjá ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson var að vonum ánægður með sigur HK gegn ÍA í nýliðaslag Pepsi Max-deildarinnar fyrr í dag.

HK vann 0-2 á Akranesi og kom sér þar með úr botnsætinu. Skagamenn eru aftur á móti í þriðja sæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa tapað þremur deildarleikjum í röð eftir daginn í dag.

„Það er alltaf erfitt að koma upp á Skaga. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en spiluðum góða vörn og nýttum færin okkar ágætlega," sagði Brynjar Björn.

„Ég man ekki eftir færi sem ÍA fékk. Ein og ein fyrirgjöf sem var barátta um í teignum en meira var það ekki."

Bjarni Gunnarsson kom aftur inn í HK-liðið eftir fjarveru og skoraði fyrsta mark leiksins. Brynjar var mjög ánægður með hans framlag sem og framlag Valgeirs Valgeirssonar, sem skoraði seinna markið. Sá drengur er fæddur 2002.

„Hann er búinn að standa sig vel. Hann byrjaði sem hægri bakvörður um daginn og búinn að koma inná í einum og einum leik. Hann fékk tækifæri í dag, meira í sinni stöðu, og skilaði því gríðarlega vel. Hann var vinnusamur, viljugur að hlaupa fram á við, og skoraði gott mark. Hann var klókur hérna í lokin og vann fullt af aukaspyrnum, gríðarlega góð frammistaða þar."
Athugasemdir
banner
banner