Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
   sun 22. júní 2025 22:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Lengjudeildin
Bjarni Jó.
Bjarni Jó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Orri.
Ívar Orri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sagði við strákana að það væri djöfullegt að bera ekkert úr býtum úr þessum leik. Þetta er saga okkar núna og þess vegna erum við í neðsta sæti, við nýtu færin illa og sleppum inn of ódýrum mörkum. Það verður ekki tekið af mínum mönnum að við erum að leggja okkur fram og erum að reyna allt hvað við getum."

„Þetta var frekar lokaðar leikur en færalega fannst mér við vera ofan á,"
sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir 2-0 tap á Akureyri gegn Þór.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  0 Selfoss

„Munurinn var færanýtingin, það var ekkert öðruvísi. Í stöðunni 0-0 eigum við tvo mjög fína sénsa til að komast yfir. Mörk breyta leikjum. Djöfullegt að hafa ekkert upp úr þessu," sagði Bjarni.

Hann ræddi nánar um leikinn, stöðuna á leikmannahópnum og komandi félagaskiptaglugga í viðtalinu og má heyra hans svör í spilaranum efst. Hann segir að Alexander Berntsson, Raul Tanque og Daði Kolviður Einarsson séu að glíma við meiðsli. Í lokin var hann spurður út í Ívar Orra Kristjánsson, dómara leiskins, en Bjarni lét heyra í sér á hliðarlínunni, allavega tvívegis, og heyrðist það vel í Boganum.

„Mér finnst bara stundum vanta línu, stundum er þetta svona og stundum hinsegin Mér fannst Þórsararnir aðallega vera kenna honum það hvernig á að spila í höll. Það er mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila hérna í Boganum ef að boltinn fer upp í loft," sagði Bjarni.

Í leiknum var það fyrst þannig að Ívar Orri lét liðin skila boltanum til baka ef þau hreinsuðu upp í loft. En ný regla er á þá leið að andstæðingurinn á að fá boltann þar sem hann fer upp í loftið, og var þeirri reglu fylgt í seinni hálfleik eftir kennslu frá þjálfara Þórs.
Athugasemdir
banner