Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   sun 22. júní 2025 21:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Lengjudeildin
Siggi Höskulds.
Siggi Höskulds.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Orri Kristjánsson
Ívar Orri Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gaman að vinna aftur, fjórir leikir í röð sem við unnum ekki, mjög sáttur við að fá þrjú stig og halda hreinu," sagði Sigurður Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir sigur gegn Selfossi í 9. umferð Lengjudeildarinnar í dag.

„Við vorum ekkert sérstaklega góðir í dag, megnið af leiknum. Við vorum hægir og eins og við værum bara sofandi, sérstaklega í fyrri hálfleik eftir góðar fyrstu 10-15 mínúturnar."

Lestu um leikinn: Þór 2 -  0 Selfoss

„Mér fannst sigurinn ekki í hættu, fannst tímaspursmál hvenær við myndum búa til færið til að klára leikinn."

Lof og last
Sigfús Fannar Gunnarsson er kominn með tíu mörk í sumar, mjög vel gert hjá sóknarmanninum sem fáir hefðu getað séð fyrir að yrði þetta heitur. Hann skoraði fyrra mark Þórs í dag en fékk tvö gul spjöld í leiknum og verður í banni í næsta leik.

„Hann æfði rosa vel í vetur, er með hrikalega flottan skrokk í þetta, með hraða. Maður sér það svo á honum þegar hann spilar hversu mikið sjálfstraust hann er með og það gerast góðir hlutir. Þetta er svipuð ára og er yfir Daða Berg í Vestra. Maður sér hversu rosalega trú þeir hafa á því að gera eitthvað með boltann."

„Mér fannst þetta klaufalegt bæði hjá Fúsa og hjá dómaranum að gefa þetta seinna gula, mér fannst þetta það lítið og það mikið óvart, klafs, bara glórulaust."


Ekki með regluna á hreinu
Siggi ræddi nánar um leikinn og stöðuna á liðinu og má sjá hans svör í spilaranum efst. Hann ræddi t.d. um meiðsli Orra Sigurjónssonar og Juan Guardia. Í lok viðtals var hann svo spurður út í samskipti sín við Ívar Orra Kristjánsson dómara leiksins.

„Það kom ný regla þegar það er verið að sparka upp í loftið. Hitt liðið á þá bara boltann (á þeim stað). Hann var greinilega ekki búinn að fá þær upplýsingar, var alltaf að láta sparka boltanum til baka. Ég tilkynnti honum það í hálfleik að það væru breyttar reglur og hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt. Það er rosalega pirrandi þegar menn kunna ekki reglurnar þegar menn mæta í húsið og maður var aðeins æstur, en þetta blessaðist," sagði Siggi að lokum.
Athugasemdir
banner