Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. júlí 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ingvar og Doddi eru bestu vinir - „Veiti honum allan minn stuðning"
Ingvar Jónsson og Þórður Ingason
Ingvar Jónsson og Þórður Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Víkingar eru ekki á flæðiskeri staddir þegar kemur að markvörðum. Ingvar Jónsson hefur verið að spila meirihlutann af leikjunum á þessari leiktíð.

Hann hefur þó aðeins verið að glíma við meiðsli og þá hljóp Þórður Ingason, Doddi, í skarðið. Ingvar var búinn að vera meiddur í svolítinn tíma áður en hann spilaði gegn Malmö hér heima. Kom það honum á óvart að byrja þann leik?

„Það kom mér ekkert á óvart, ég æfði vel í gengum meiðslin, þurfti að gera smá öðruvísi, passa upp á höndina í 3-4 vikur. Ég var með á fullu svo ég missti ekkert 'fitness' og náði 3-4 æfingum fyrir leikinn og sagði vð hann að ég væri klár," sagði Ingvar.

„Auðvitað var ég þakklátur fyrir það en Doddi var búinn að standa sig frábærlega og ósanngjarnt kannski að taka hann út en svona er boltinn."

Ingvar hefur mjög gaman af samkeppninni við Dodda.

„Já, við erum bestu vinir og vinnum þetta saman. Ég veiti honum allan minn stuðning á meðan hann er inná og hann gerði það sama við mig þrátt fyrir að hann hafi verið fúll fyrir að vera tekinn út. Okkar samband er mjög gott eins og sýndi sig í fyrra líka og við höldum því bara áfram," sagði Ingvar.


Athugasemdir
banner
banner