Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. júlí 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Nauðsynlegt að styrkja sóknarlínu Man Utd
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag segir það nauðsynlegt að Manchester United kaupi leikmann í sóknarlínuna áður en félagaskiptaglugganum verður lokað.

Antony hjá Ajax hefur verið orðaður við United og umboðsmaður Brasilíumannsins, Junior Pedroso, var í Manchester í viðræðum í gær.

„Ég tel að það sé nauðsynlegt að fá annan sóknarmann ef við ætlum að ná árangri, tímabilið er langt. Við þurfum fleiri kosta fram á við en það er enn tími til stefnu til að vinna í því," segir Ten Hag.

„Við höfum fengið Christian Eriksen á miðsvæðið og erum afskaplega ánægðir með það. Ég er mjög ánægður með frammistöðu leikmanna á miðsvæðinu og fram á við sem stendur. En það eru margir leikir framundan, HM, svo við þurfum fleiri kosti."

„Við erum með gott lið og þurfum góðan hóp til að ná fram réttu úrslitunum."

United skoraði samtals ellefu mörk í sigrum gegn Liverpool, Melbourne og Crystal Palace í æfingaleikjum. Anthony Martial hefur spilað í sóknarlínunni. Á morgun leikur United æfingaleik gegn Aston Villa í Ástralíu.

Sjá einnig:
Ten Hag tjáir sig um Ronaldo og baulið á Maguire
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner